Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TestType
TestType Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
442 stig

Re: Gameboy?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Vil bara ítreka það sem aðrir hafa sagt hér á undan.. Ekki fá þér gamla Game Boy, fáðu þér Game Boy Advance SP. Hún er fyrirferðalítil, spilar Game Boy Advance, Game Boy Color og Game Boy leiki og mikilvægast af öllu; hún er með ljósi í skjánum.

Re: forrit

í Anime og manga fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Þú finnur enga töfralausn sem gerir þér kleift að teikna vel með mús. Besta combo-ið sem þú færð er Photoshop og Wacom teikniborð. Painter er líka nokkuð vinsælt. Apple búðin er með umboðið fyrir Wacom á Íslandi, en ef þú þekkir einhvern í USA borgar það sig að fá sent þaðan. Ekki kaupa neitt annað en Intuos3 borð, Tölvulistinn er með gömul Graphire borð sem eru miklu verri (enda miklu ódýrari).

Re: Stelpuvæn Wii :oþ

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Gaman að lesa svona, takk fyrir að deila þessu með okkur hér sleepless :) Já, ég hef gert nokkrar tilraunir til þess að fá kærustur til að fá áhuga á tölvuleikjum svo við gætum skemmt okkur saman eða í það minnsta verið jákvæðari á mín leikjaáhugamál en án mikils árangurs… Ég gæti vel trúað því að Wii eigi eftir að hafa mjög jákvæð áhrif á slíkt í framtíðinni. Enda finnst mér að allir ættu að geta skemmt sér í Wii, sama á hvaða aldri eða kyni þeir eru. Þá er bara að næla sér í nýja kærustu...

Re: gp2x

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Hand-leikjatölvur flokkast nú varla undir sömu kynslóðir og heimilis leikjatölvurnar. Og það er frekar erfitt að flokka hand leikjatölvurnar í kynslóðir því sá bransi hefur ekki verið um reglulegar útgáfur nýrra tölva frá keppinautum á sama tíma. Fyrir utan það hafa GP tölvurnar aldrei verið markaðsettar officially út fyrir Kóreu ef ég man rétt. Ekki út fyrir Asíu alltént. Annars er þetta sniðug græja að mörgu leyti, þó nú til dags geti PSP með rétt firmware gert flest af því sama, fyrir...

Re: nýja Death Note opnunin

í Anime og manga fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Tek það fram að ég er alls enginn metal maður en þetta er alls ekki svo slæmt að mínu mati, töluverð framför frá fyrra opening theme-inu sem mér fannst alltaf alveg ákaflega ógeðfellt lag.

Re: Naruto?

í Anime og manga fyrir 17 árum, 9 mánuðum
More like 220.

Re: Eru Wii tölvur til í Ormsson?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ef verðið á Wii Play er hlutfallslega svipað og í útlöndum þá ætti hann ekki að kosta nema aðeins meira en ný fjarstýring, og það fylgir fjarstýring með leiknum. Sem fyrir mér hljómar eins og frekar góður díll, þó maður fái fljótt leið á leiknum.

Re: Vantar: GTA LCS á PSP (unpatched)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ah, sé það núna eftir að hafa kynnt mér málið frekar.

Re: Vantar: GTA LCS á PSP (unpatched)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Er ætlunin að nota leikinn til að breyta firmware-inu á tölvunni? Er nokkuð viss um að það sé orðin úrelt aðferð, það eru komnir downgraders jafnvel fyrir fólk með TA-82 móðurborð.

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Kjánalegt “grín” það og algjör óþarfi, ekki endurtaka þetta á þessu áhugamáli eða annað í þessum dúr. Þér finnst þetta kannski fyndið en auðsjáanlega engum öðrum og þetta skapar bara óþarfa leiðindi útaf nákvæmlega engu. Málefnaleg innlegg takk notendur, annars verður gripið til ráðstafana.

Re: Trivia

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þú gerir þér grein fyrir að Dead Rising er japanskur? Nefni það bara vegna þess að hann er í undirskriftinni þinni.. :)

Re: Wii-men

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Weight gaining protein shakes og annað í þeim dúr ætti nú aldrei að gera þig feitan nema ef þú ert ekkert að hreyfa þig eða lyfta lóðum. Það er nú oftast lóðið þegar maður sér gert grín að svona dóti í sjónvarpi. Markmiðið er að þyngja sig með auknum vöðvamassa, og það gerist með því að lyfta lóðum og borða vel, ekki með því að sitja heima og borða weight gaining shakes allan daginn :)

Re: Leikjatölvu Trivia 1 (12. jan - 26. jan) Spurningar & Svör

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Voðalega finnst mér dapurlegt að sjá allt þetta nöldur, svörin við þessari grein eru yfirgnæfandi neikvæð. Mig langar að þakka TheGreatOne fyrir þetta mjög svo skemmtilega og framlag hans til áhugamálsins. Ég átti von á því að fólk myndi taka í sama streng og þakka fyrir sig frekar en að kvarta og kveina yfir öllu sem því dettur í hug. Vissulega vill maður að rétt skuli vera rétt en það er allt í lagi að koma með leiðréttingar eða ábendingar á jákvæðu nótunum og sýna smá þakklæti ef þið...

Re: hversu margir þættir?

í Anime og manga fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Bleach er endalaust þangað til annaðhvort sagan í manganu hættir eða þá að þáttaframleiðendur ákveði enda fyrir þetta. Death Note verður 37 þættir samkvæmt anidb.net og er ég nokkuð hissa á því, bjóst við bara 24 eða 26 þáttum sem er nokkuð standard tala.

Re: Fóstbræður?

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Já mikið hefur maður beðið lengi eftir því að Fóstbræður komi út á DVD. Það hlýtur að vera eitthvað vesen með höfundarrétt á þessu eða þá eitthvað klúður með masterana fyrir þetta, að þeir séu týndir eða ónýtir.

Re: Könnunin góða...

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Það vantar einnig sárlega hlutlausan möguleika eins og t.d. “Hef ekki spilað TP”. Ég hlýt að hafa verið hálf sofandi þegar ég samþykkti þetta :[

Re: PSX í PSP

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þarft annaðhvort að eiga PS3 eða installa hakkaða 3.03 Open Edition firmware-inu frá Dark_Alex. Google it.

Re: Nintendo Wii

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
100 points = 1 evra = 92 krónur (VISA gengi). Það gerir hvert point 0.92 krónur.

Re: Vandamál með PSP

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ertu alveg viss um að þú sért að halda inni on/off takkanum í svona 5 sekúndur? Þarft að gera það svo tölvan slökkvi á sér, ef þú ýtir takkanum bara snöggt upp þá fer hún einungis í sleep mode og þá er í rauninni ennþá kveit á henni. Annars er mælt með að þú hlaðir lithium batterý á tveggja vikna fresti að lágmarki til að halda líftíma þess sem bestum, hvort sem þú sért að nota batterýið eða ekki.

Re: Ekki nógu sáttur við framtíð wii

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Wii er nokkurn veginn nýbúin að launch-a um allan heim. Getur engan veginn borið leikjaúrvalið fyrir hana saman við x360 eða hvað þá PS2, það er ósanngjarn og kjánalegur samanburður. Heldurðu að PS3 sé í eitthvað betri málum? Það eru bara til handfull af leikjum fyrir hana og þeir eru nokkurn veginn allir lélegir. Svona er þetta bara þegar tölvur eru nýkomnar út og ætti í rauninni að vera common sense.

Re: Heiða Jóhannsdóttir og The Prestige of "The Prestige" (Spoiler)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Já ég varð frekar fúll við að lesa þennan dóm. Prestige er alls ekki gallalaus og hef ég rætt við nokkra sem voru hundóánægðir með hana og skil ég þeirra gagnrýni að sumu leyti þó mér hafi sjálfum fundist myndin góð. En aðalgagnrýni þessa kvikmyndadóms er nú bara tómt bull og á enga rétt á sér að mínu mati og finnst mér vera frekar barnaleg og einfeldningsleg ef eitthvað er. Mér finnst samanburður við Memento vera ósanngjarn. Þær hafa jú báðar tímarugl í klippingunni en á allt, allt anna...

Re: Rayman raving rabbids til sölu á 4500kr

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Því miður hefur Some1hveR rétt fyrir sér. Þetta á við um margt en sérstaklega við diskamiðla, að um leið og þú ert búin að taka plastið utan af umbúðunum er varan fallinn niður um ca. helming í verði, hvort sem þú segir að hún sé lítið eða ekkert notuð.

Re: Virtual Console með PAL Component

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Bara smá leiðrétting, RGB vísar til reed, green, blue myndsignalsskiptingu, sem er einmitt það sem bæði component og RGB scart gerir. Enda eru component kaplarnir einmitt merktir rauður, grænn og blár. Mig grunar þó að þú eigir við composite snúrur, sem eru í allt öðrum litum fyrir utan rauðan. Bara svo að þetta valdi ekki misskilningi hjá þeim sem ekki þekkja inn á þetta og þeir fari svo að kalla composite RGB. En þetta er vissulega hvimleitt vandamál ef það er bundið við tölvuna sjálfa. Á...

Re: Hverja mun ÞÚ fá ÞÉR?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þessi mynd er orðin nokkuð úrelt.. Hún var gerð áður en nein af þessum tölvum var komin út. Stærðarhlutföllin eru nefnilega öll vitlaus á þessari mynd. T.d. er PS3 töluverst stærri en xbox360 en ekki öfugt eins og á myndinni.

Re: Fjarstýringar

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Já, allar hardware accessories eru universal.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok