Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TestType
TestType Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
442 stig

Re: Bitar og Byte

í Vélbúnaður fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Það er nú ekkert lítið ruglandi fyrir fólk sem veit ekki muninn á byte og bit að þú skulir á fleiri en einum stað skrifa “bites” þegar þú ert að tala um bits. Að öðru leyti ágætis grein :)

Re: Brennsluæfingar

í Heilsa fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Veit ekki hver þitt líkamlega form er eða virkni en númer eitt í að brenna fitu er fyrst og fremst mataræði. Það er alveg sama hvað þú hamast mikið í ræktinni ef þú breytir ekki mataræðinu. Þú þarft að vera að innbyrða færri kaloríur yfir daginn en líkaminn brennur. Því ættirðu að finna út hversu mikið af kaloríum líkaminn þinn þarf daglega byggt á hæð, þyngd og fituprósentu og borða 300-500 kaloríum undir viðhaldsmörkum. Einnig er gott að finna út ca. hversu mörg grömm af prótíni, kolvetnum...

Re: Rampage-Innkaupamistök

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þetta kennir kannski einhverjum að kaupa ekki tölvuleiki í skyndiákvörðunum eða byggt á hulstrinu einu saman. Ég kaupi aldrei leiki án þess að lesa alveg nokkur review fyrst og yfirleitt hefur leikurinn vakið athygli mína löngu áður en hann kom út. Dettur ekki til hugar að fara út í búð og kaupa mér bara einhvern leik sem ég veit ekkert um. Leikir eru alltof dýrir til þess að það gangi upp.

Re: PSP leikir úr Pc tölvu

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Svona umræða er bönnuð hér á huga.is. Þræði læst.

Re: Xbox 1

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
100% sammála þér, ég hef aldrei skilið hvers vegna Halo varð svona vinsæll og fékk svona góða dóma. Ótrúlega mikið re-use á umhverfum leiksins, mörg borðin samanstanda af tveimur mismunandi útlýtandi göngum sem endurtaka sig sitt á hvað þar sem þú skýtur tvær týpur af geimverum í gegnum allan leikinn…. Og sum borðin ganga svona endalaust þangað til maður kemst á endan á borðinu, bara til þess eins að þurfa að fara allt borðið aftur til baka! Jesús minn, talandi um ótrúlega einhæfan og...

Re: Aquarius drykkur

í Heilsa fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ekki halda að svona “íþróttadrykkir” séu hollir, þeir eru fyrst og fremst hannaðir með íþróttafólk í huga, til að koma í veg fyrir vökvatap og gefa orku. Þannig að ef þú ert ekki að hreyfa þig og þarft að bæta upp electrolytes og vökvamagn og fá fljótmeltan orkugjafa með einföldum kolvetnum þá er þetta ekki mikið skárra en hver annar gosdrykkur.

Re: sviti á höndum?

í Heilsa fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Takk fyrir þetta svar, ég hef þjáðst af því að hafa sveitta lófa í mörg ár án þess að vita nokkuð nafn yfir þetta þó ég hafi leitað ráða hjá læknum sem gátu nákvæmlega ekkert sagt mér.

Re: DISC READ ERROR

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hmm.. PlayStation er reyndar frekar alræmd fyrir lélega endingu, þá sérstaklega hvað varðar geisladíóðuna í diskadrifinu. Aldrei heyrt talað um að PlayStation hardware sé þekkt fyrir góða endingu ^_^;

Re: DISC READ ERROR

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Indeed.

Re: Mjög flott Metal Gear Tribute

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Lol, á hverju byggirðu það? Hvernig þeir hreyfa sig? :) Það er ekki mælt eitt einasta orð af neinum leikara í þessari mynd, allt dialogue-ið er tekið úr leiknum sjálfum, enda er það á japönsku en þessi stuttmynd er Tævönsk með kínverskum texta fyrir Tævani.

Re: Wii + Hátalarar

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þetta er algengasta týpan: http://www.topachat.com/boutique/ressources/hf/hf0812/hf081201.jpg En þar sem þessar eru með male endum þarf female to female millistykki: http://www.biltema.no/Archive%5CProduct_images%5C24%5CLarge%5C24-165_l.jpg Ég mæli með þessu frekar en að kaupa stykki sem er með réttu endana eins og þetta: http://www.tnt-audio.com/jpeg/minijack_rca.jpg Það er of mikið álag á minijackinum á svona stykkjum og þau beyglast og brotna mjög auðveldlega ef smá kippur kemur á þetta....

Re: Wii + Hátalarar

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þig vantar RCA-to-minijack snúru. Semsagt snúru með tveimur RCA females á öðrum endanum (sem Wii snúrurnar tengjast inn í) og minijack á hinum endanum (sem þú stingur í heimabíóið, í ‘front’ jackið).

Re: PS1 Leikir

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Castlevania: Symphony of the Night er af mörgum talinn besti leikurinn sem kom út fyrir PSX. Fleiri klassíkir sem vert er að nefna: Metal Gear Solid Final Fantasy serían (ekki gleyma Tactics) Resident Evil serían Chrono Cross Vagrant Story Silent Hill WipeOut Xenogears Annars átti ég sjálfur aldrei PSX og hef bara mjög nýlega spilað einhverja PSX leiki, þökk sé PSP tölvunni sem safnaði ryki þangað PSX emulatorinn kom. Ertu að leita að hugmyndum að titlum til þess að spila á PSP eða bara...

Re: Spurning með bannerinn..

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Held að RoyalFool hafi reynt að vera sanngjarn og gefa öllum þáverandi leikjatölvum jafnan fjölda af “mascots” sem tilheyra hverri tölvu fyrir sig. Ef eitthvað ójafnvægi væri væru fanboyarnir vísir með að kvarta og kveina. Og á sínum tíma var ekki um mikið að velja fyrir xbox og er það svosem enn. Það er Master Chief og svo….Blinx?

Re: PS3 - ekki fjölkerfa?!

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þetta er einfaldlega val framleiðanda um svæðaskiptingu, snýst á engan hátt um “fullkomnun”, tækni eða getu vélarinnar.

Re: Spurning

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ef þú vildir heyra gáfulegt svar frá fólki sem veit hvað Wii points er hefði verið mjög sterkur leikur að skýra þennan þráð “Wii points” eða eitthvað í þeim dúr frekar en “Spurning”. Bara vinsamleg ábending.

Re: myndi þetta virka

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Já… Þetta er DVI->HDMI tengi, þig vantar væntanlega HDMI->DVI til að tengja þetta við DVI tengið á skjánum þínum.

Re: myndi þetta virka

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þetta tengi breytir DVI yfir í HDMI, þig vantar tengi sem gerir öfugt.

Re: smá Super Paper Mario húmor

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Typpi má skrifa bæði með ufsiloni og einföldu í íslensku. Look it up :)

Re: Importa Wii leikjum frá USA

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Veit ekkert um www.ogamingstore.com en http://videogamesplus.ca/er fín síða með sanngjörnum verðum og sendingarkostnaði og nokkuð fljót í sendingum þar að auki. Hef notað hana oft og mæli með henni. Hún er í Kanada sem þýðir að sum cover eru bæði á ensku og frönsku (aftan á hylkinu).

Re: sega <3

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Dreamcast controllerinn var ágætur, fyrir utan D-pad-ið.. Guð minn góður þessar hvössu brúnir, rústuðu á manni þumalputtanum í slagsmálaleikjum :)

Re: DS homebrew kubbar

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Notaðu Divineo China, miklu ódýrari sendingarkostnaður og miklu fljótara á leiðinni til Evrópu en sendingar frá USA.

Re: Death Note over? "Spoilers" Ep 25

í Anime og manga fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Samkvæmt anidb.net eru 37 þættir í seríunni.

Re: Prince of Persia: Warrior Within

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Mér fannst einmitt leiðinlegustu hlutarnir af Sands of Time vera combat og “action”. Platforming is what it's all about! Gefmér meira platforming og acrobatics og minna (eða helst ekkert) af leiðinlegum bardögum. Á þó alveg eftir að spila seinni tvo PoP leikina, svo ég ætla ekki að dæma um of fyrirfram. Fæ vonandi tækifæri til að spila þá einhvern tíman, enda er Sands of Time einn af betri leikjum sem ég hef spilað.

Re: Gameboy?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ef þú ætlar bara að rifja upp gamlar minningar með því að fíflast í einhverjum leik í fimm mínútur ættirðu kannski að kíkja á emulator frekar en að eyða pening í tölvuna sjálfa… Því það hljómar eins og það myndi ekki borga sig fyrir þig að eyða neinum pening í þetta. Annars kostar SP 10.000 í búð hér. Gætir örugglega fengið hana fyrir minna með því að panta í gegnum netið eða kaupa hana notaða. En auðvitað fengirðu gamla Game Boy á töluvert minna, þó hlutfallslega dýrari á að giska miðað við...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok