Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TestType
TestType Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
442 stig

Re: hmm

í Heilsa fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Vertu bara dugleg að lyfta, og lyfta þungt. Það er algengur misskilningur að konur eigi að lyfta eitthvað extra létt eða gera aðrar æfingar en karlmenn. Aldrei vera hrædd við að verða mössuð, það hreinlega getur ekki gerst nema þú viljir það. Treystu mér, það þarf mjög mikið átak og aga til þess að byggja vöðvamassa, það er margfalt erfiðara en að brenna fitu. Þarft að vera að borða eins og hestur fyrir það fyrsta til að sjá almennilegan árangur. Alltof mikið af fólki sem stundar ekki...

Re: að tengja XBOX við PC?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Til þess þarftu crossover kapal (ethernet snúru). Annars ef þú ætlar að krukka eitthvað í xbox-inu þá ættirðu nú alveg lágmark að vita svona nokkuð :) Ef þú ert að nota tutorial þá nefna þeir nú alveg örugglega hvað þú þarft, nema þeir tali bara um að FTP-a yfir í boxið, sem ætti þá að vera augljóst hvernig það er gert og hvernig snúru þú notar.

Re: að tengja XBOX við PC?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Er ætlunin að tengja tölvuna við PC tölvu eða tengja við tölvuskjá? Besta leiðin er að kaupa component-to-VGA transcoder, sá ódýrasti er án vafa VD-Z3 frá VDigi. Eini transcoderinn sem ég veit um sem kostar undir $200, en hann kostar $60 án sendingarkostnaðar. Googlaðu það ef þetta er eitthvað svipað því sem þú varst að leita að.

Re: Assassin's Creed

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Fá sér bara x360 þá.

Re: Alita

í Anime og manga fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það mun þá eflaust gleðja þig að vita að það er til anime mynd eftir þessu manga (Battle Angel Alita). Einnig er meistari James Cameron sjálfur með kvikmyndaútfærslu undir nafninu “Battle Angel” í undirbúningi sem hann leikstýrir og skrifar handritið að og er væntanleg 2009.

Re: Hayao Miyazaki

í Anime og manga fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Castle of Cagliostro er fyrsta myndin sem Miyazaki leikstýrði.

Re: Hayao Miyazaki

í Anime og manga fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég er ekki frá því að mér finnist Castle of Cagliostro vera besta myndin hans. Allavega er hún og Spirited Away svona uppáhalds hjá mér.

Re: six pack

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Mataræði skiptir margfalt meira máli en æfingar ef þú vilt sjá magavöðva. “Abs are made in the kitchen” eins og oft er sagt. Þarft að vera með fituprósentu undir 10% til að sjá eitthvað þarna niðri, að öðrum kosti er alltaf fitulag sem coverar vöðvana þannig að þú sérð engan skurð, jafnvel þó þú værir með einhverja hardcore vöðva þarna undir.

Re: Mataræði og ræktin.

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Byrjaðu á því að borða lágmark 6 sinnum á dag. Þú ættir að vera að borða prótín í hverri einustu máltíð, allar máltíðir samblanda af prótín/kolvetnum eða prótín/fita. Lágmark 25-30g af prótíni í hverri máltíð en það fer eftir einstaklingum, þyngd og hversu mikinn vöðvamassa þeir hafa. Þarft að borða vel af kolvetnum fyrir æfingu en sérstaklega þarftu að borða kolvetni eftir æfingu til þess að vöðvarnir fái nóga orku og efni til að jafna sig og byggjast upp. Samkvæmt skilgreiningu þarftu að...

Re: Björgunarhringurinn :D

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Vá, ég á ekki til eitt aukatekið orð yfir því hvað Marilyn er með ótrúlega þykkan haus og neitar að hlusta á góð ráð og vel þekktar staðreyndir frá fólki sem veit greinilega hvað það er að tala um. Kallar fólk nöfnum og þykist vita betur þó hún viti auðsjáanlega ekkert í sinn haus af því að einhver forheimskur íþróttakennari hefur misst einhverja vitleysu út úr sér sem hann sá í sjónvarpsmarkaðnum á laugardagsnóttu. Svona fólki er ekki viðbjargandi.

Re: Maryland

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þú ert alveg örugglega að rugla saman kílójúlum (kj) og kaloríum (kcal). Ekki einu sinni hrein fita (kaloríuþyngsta næringin, 9 kaloríur fyrir hvert gramm) nær upp í 2000 kaloríur í 100 grömmum. En vissulega er alveg slatti af kaloríum í svona kökum.

Re: LR-Henning's kúrinn

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Reyndar skiptir mataræði alveg höfuðmáli í því að vera heilbrigður, brenna fitu eða bæta á sig massa. Þú getur hamast og hamast eins og þú vilt í ræktinni, í skokki eða göngutúrum og munt ekki sjá neinn árangur ef þú heldur áfram að éta sama ruslið, sama hvað takmark þitt er með hreyfingunni.

Re: Telja kaloríur

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
http://www.calorieking.com http://www.fitday.com

Re: Bleik

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Mér finnst þessi litur frekar hot. Eina sem ég finn að þessu er að þetta passar ekki saman við aðrar græjur í græjuskápnum/við sjónvarpið.

Re: mín reynsla af matarfíkn.

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Samt góð tillaga, allir sem eru að reyna að brenna fitu ættu að stunda lyftingar fyrst og fremst. En auðvitað er mataræðið 80% af jöfnunni.

Re: Sjónlagsaðgerð (laser)

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Sjónlag: 310.000 Lasersjón: 285.000 Svo veita flest stéttarfélög 50.000 króna styrk fyrir sjónlagsaðgerðum.

Re: Sjónlagsaðgerð (laser)

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það er nokkuð óheyrt nú til dags, hefur allavega aldrei gerst á Íslandi. Það er búið að framkvæma að minnsta kosti 6 milljón LASIK aðgerðir (tæknin sem er notuð í dag) og ekki vitað um eitt einasta tilfelli um blindu. Auðvitað er áhætta eins og með allar aðgerðir sem til eru, en hún er alveg afskaplega lítil. Þá á ég samt ekki við áhættu á blindu, enda finnst mér líkurnar á því svo stjarnfræðilega litlar.

Re: Sjónlagsaðgerð (laser)

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þakka öll svörin hingað til. Það sem ég á við með að ná sér að fullu er hversu langan tíma það tók fyrir augun að jafna sig algjörlega af pirringi og þurrki og fyrir sjónina að verða alveg stöðug. Þetta getur tekið nokkra mánuði fyrir flesta.

Re: Legend of Zelda: Phantom Hourglass

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þú hefur þá varla fylgst mikið með Zelda/DS/Nintendo fréttum síðasta eina og hálfa árið.

Re: leikir

í Forritun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Byrjaðu á því að búa til einfalda leiki. Tetris og pong eru góðir leikir fyrir byrjendur til þess að skrifa. Nú hugsarðu kannski “Til hvers?” Það byrjar enginn, og ég meina enginn, á því að búa til cutting edge nútímaleik sem hefur aldrei búið til leik áður. Þú lærir heilan helling um leikjaforritun (game loops, winning conditions, etc.) með því að byrja á því að búa til lítinn og einfaldan leik fyrst, auk þess sem það er mikilvægt að forrita leikinn alveg til enda, klára verkefnið til að fá...

Re: Mynd eftir Mig

í Anime og manga fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Fínasta teikning, en ég mæli með því að þú hafir augasteininn margfalt stærri í augunum næst. Ef þú skoðar svona manga augu þá er augasteinninn yfirleitt stærsti hlutinn af augunu að undanskyldum glampanum ef til vill. Hann þekur oftast algjörlega efri hluta augans t.d.

Re: Lyftingar

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það er gott og gild að reyna að fræða fólk um lyftingar og hvetja til þeirra en ég verð að taka undir með öðrum hérna að hlutinn um mataræði ber vott um mikla vanþekkingu. Mataræðið er hiklaust 80% af þessari jöfnu og því ber að leggja mjög mikla áherslu á það. Ég myndi passa upp á að vera að borða prótín í hverri einustu máltíð dagsins auk þess að fá nóg af hollri fitu. Fyrir mig persónulega eru 150g af prótíni á dag alveg lágmark. Kolvetni eru náttúrlega nauðsynleg til að hafa orku í...

Re: Ég með fyrir og eftir klisju.

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég mæli nú með því að stunda lyftingar þó þú sért bara að reyna að grennast. Rannsóknir hafa sýnt það að það skilar mun betri árangri en að hanga á hlaupabrettinu í klukkutíma eða fara í aerobic tíma. Fyrir utan það fer 95% af allri brennslu ekki fram í ræktinni, og því meiri vöðvamassa sem þú hefur því meira ertu að brenna yfir daginn. En 80% af þessu er mataræðið náttúrulega, hvort sem þú ert að skera eða massa þig upp. Forgangsröðunin fyrir optimum fitutap er þessi: Mataræði > Lyftingar >...

Re: Herbalife

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það er algjörlega ómögulegt að segja hvað er rétta magnið eða ráðlagður dagsskammtur sem hentar fyrir alla. Þín kaloríuþörf fyrir daginn er algjörlega háð kyni, hæð, þyngd og fituprósentu (þ.e.a.s. hversu mikinn vöðvamassa þú hefur miðað við þyngd). Það getur munað þúsundum kaloría þarna á milli daglegar orkuþarfar fólks og slæmt er að fara mikið yfir eða undir hana.

Re: Herbalife

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það er mikill misskilningur að borða ekki neitt á kvöldin eða eftir kvöldmat. Þú ættir aldrei, aldrei að svelta líkama þinn. Best er að venja sig á að borða á 2-3ja tíma fresti (2.5 tíma fresti jafnvel) yfir daginn eins lengi og þú ert vakandi. Ég myndi varast mat með kolvetnum á kvöldin, en endilega borða eitthvað prótín og holla fitu á kvöldin. Segjum að þú sért búin(n) að borða kvöldmat um klukkan 8 og gefum okkur að þú borðir morgunmat klukkan 8 næsta morgun. Þá er líkaminn búinn að vera...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok