Man ekki eftir svona tilfinningu, en það eru nú að verða komin sex ár síðan svo meh. Eitt rifjast upp fyrir mér samt, þegar þú lýstir þessum englakór þarna. Það hefur verið líklega tæpt ár síðan ég fékk prófið þegar þetta gerðist. Ég fór keyrandi í bíó, man ekkert hvaða mynd það var. Eftir hlé var ég eitthvað slappur. Fékk hausverk og svima, leið alls ekki vel. Þegar myndin var búin var ég alls ekki viss um að ég gæti keyrt heim, en ég hafði ekkert val. Settist undir stýri, og sviminn hvarf...