Taktu (enska) stafrófið og raðaðu því í hring, þannig að a komi á eftir z. Taktu nú hvern einasta staf í dulmálinu á myndinni og færðu hann áfram um 3 í stafrófinu. A verður x, b verður y, c verður z, d verður a, e verður b og svo framvegis… Þetta er einfaldasta dulmál í heimi að leysa, maður þarf bara að finna um hversu marga er fært og þá er maður búinn að finna lausnina. Og með enska stafrófið eru bara 25 mögulegar færslur áður en maður er kominn í hring, svo það er fljótlegt að komast að...