Ég er að vonast til að það komi nýjir með bæði Nightwish og Tarot.. amk eru Nightwish búnir að semja lög á nýja plötu, en þeir eru samt í hálfgerðri biðstöðu þar sem flestir eru að vinna í hliðarverkefnum (Tuomas í For My Pain… og Marco í Tarot, sem er ástæðan fyrir því að ég vonast eftir nýrri plötu með þeim - Suffer Our Pleasures var snilld, vonandi halda þeir áfram í sömu átt) og líka þar sem þá vantar nýja söngkonu þá gæti verið bið eftir nýrri Nightwish plötu. Vá þetta var löng setning.