Af því að það er eðlilegri framburður að skipta e út fyrir ei heldur en é. A verður á (langur), e verður ei (lengi), i verður í (Ingi), o verður ó (ókei, ég man ekki eftir dæmi), u verður ú (ungur), y verður ý (lyng) og ö verður au (löng). Ástæðan er hljóðfræðileg; við breytum einhljóði í tvíhljóð með því að bæta hljóði á milli sérhljóðans sem fyrir var og ng/nk. É mætti skrifa sem je, ei þarf ekki að umrita. Svo til að breyta e í é þarf að bæta hljóði FRAMAN við e-ið, ekki aftan við það....