Magnað, það voru alveg fimm orð þarna sem ég var ekki viss um hvernig átti að bera fram. Ég hef svosem alltaf átt auðvelt með framburð í þeim málum sem ég hef lært (dönsku, ensku, frönsku, rússnesku, esperanto og svo latínu (sem hefur ekki þekktan framburð reyndar)), enskan er samt erfið að því leiti að það er ekki hægt að sjá hvernig orð er sagt eftir því hvernig það er skrifað. Maður þarf bara einfaldlega að læra framburðinn utanað.