okei, það er ekki það sama að missa maka og að missa vin eða ættingja - mjög langt frá því. Og nei, ég myndi ekki vilja skipta því út - að hann væri lifandi og að ég hefði dáið. Jafnvel þó að ég elski núverandi kærasta minn, og þann sem var á milli, að þá er svo rosa stór partur af mér sem er gjörsamlega ónýtur. Það ónýtur að ég hugsa til þess að ég myndi alveg vilja skipta við hann….en þá væri hann í þeirri stöðu sem ég er í. Allt í kringum mann eru stöðugar minningar því allt tengist honum...