Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sivar
Sivar Notandi frá fornöld 47 ára karlmaður
610 stig

Re: NEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
þið eruð svo miklar hnetur…. Næst farið að rífast um hvort sem skemmtilegra spila tölvuleik og spila Rpg. Þú getur ekki mætt. Það verður bara að hafa það. Þú hlýtur að lifa það af er það ekki?

Re: V-G og osama bin laden!!!

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Eftir að hafa fylgst með öllu þessu sem er í gangi er ein spurning sem vaknar Afhverju var þessi dagur 11.september svona hræðilegur? Var það vegna þess að saklaust fólk dó, sem vissi ekkert hvað á því stóð veðrið? Nei það getur ekki verið, vegna þess að BNA hafa drepið saklaust fólk sem vissi ekkert hvað var að gersast. Í Sudan þegar þeir sprengdu upp “efnavopnaverksmiðjuna” þá dó einn maður sem var næturvörðu. Hann var bara í vinnunni. Síðan gáfu BNA þá skipun um að sprengja upp heimili...

Re: Er byrjað stríð ?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
En voru þeir búnir að reyna allar leiðir? Nei! Ég er ekki búin að sjá þessar sannanir! Er Talibanar búnir að sjá þær? NEi! Er Almenningur í Pakistan búin að sjá þær? Nei! Ég verð að játa það að ég er mjög skeptískur á það sem kemur frá BNA. Þeir nelgdu flugskeyti á lyfjaverksmiðju í Sudan sem þeir sögðu að veri efnavopnaverksmiðja. Það voru “yfirgnæfandi sannanir” fyrir því að þessi verkmsmiðja hafi verið það. En í dag er ekkert komið í ljós sem segir það. Ekkert! Jú Bin-Laden á að fá sína...

Re: Fáranlegt.

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Umráðaréttur. Mjög mikilvægur hlutur í öllum samfélögum. Það verður að virða hann. Vonandi tekur móðrinn tillit til stráksins og leyfir honum að gera það sem hann vill, ef ekki er mjög lítið hægt að gera.

Re: Hvað lest þú?

í Myndasögur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
1.dark night returns eftir Frank Miller 2.Hef engan uppáhalds. Leita eftir að lesa höfunda. Frank Miller, Alan More, Bendis, Garth Ennis ofl. 3.Mest allt. 4.Ég les margskonar skáldsögur. Fantasy samt aðalega. 5.Nei 6.Eftir vissa höfunda. Síðan mikið af Spawn líka. Kaupi samt aðalega hefti, ekki einstök blöð. 7.Já, Dilbert.

Re: Evil versus neutral

í Spunaspil fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Þrælskemmtilegar vangaveltur Ég held að það skipti mestu máli hvað er að gerast í huganum á fólkinu. Hvernig þau bregðast við hlutunum sem þau gera. Dæmi: Ég var að stjórna ákveðnum ævintýri og það var meirihluti dvergar sem voru hetjurnar. Þessir dvergar voru í miðju stríði við Oroga og það var búið að standa yfir í langan tíma. Síðan fundu hetjurnar eitt Orog clan. Það var ákveðið að ráðast á þá og þá voru flestir karlmenn clansins drepnir og afgangurinn gafst upp. Hetjunum fannst erfitt...

Re: Nafn komið á Episode II: Attack of the Clones

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hey strákar og stelpur Nafnið er B-mynda nafn. Goggi nefndi myndina þetta til þess að vitna í B myndir. Attack of the clones er svo B mynda legt að það hálfa væri nóg Það vildi Goggi. Hanni vidli hafa B mynda nafn. Christopher Lee á að leika vona kallin… úhúhú….. Siva

Re: Lokum þá alla inni!!!!!!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Til þess að geta sagt hvað ég vil gera þarf ég að vita nákvæmlega hvað þú vilt gera. 1. Vilt þú taka upp dauðarefsingu? 2. Vilt þú að allir þeir sem myrði, nauðgi og beiti barni kynferðislegu ofbeldi verði settir inn í fangelsi til æviloka? Það væri fínt fyrir mig ef þú gætir svarað þessu. Þá hef ég nefnilega óvíkjandi staðreyndir hérna og get svarað þeim. Sivar p.s. Nei ég mundi ekki bjóða þeim í kaffi. EN…

Re: um misnotkun

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
ok…. ok slæm samlíking… en hvað með morðingja… mundir þú vilja láta drepa barnið þitt í staðin fyrir hitt? Eigum við að henda lyklunum í hvert skifti sem einhver myrðir eða nauðgar einhvejum? Þú berð saman barnaníðing við homma og lesbíur. Ekki góð samlíking. Það er vegna þess að aðeins 3% af kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum er framið af pedofilum (pedofilar eru hin eiginlegu barnaníðingar. Þeir eru þeir sem þrá kynferðislegt samneyti við börn). Hin 97% eru framin af sálskjúkum...

Re: um misnotkun

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Hvað með alla hina? Á að loka þá líka inni? Nauðgarana, morðingjana, þjófana, dópistana, skattsvikarana osfrv. Eigum við að loka þá inni? Og henda lyklunum? Er það lausn? Já auðvitað eigum við að hugsa um aðra en ekki bara okkar land. Við erum ekki ein og einangruð. Ísland er hluti af heild sem er stundum kölluð Jörðin. Nei ég hugsa með heilanum og hjartanu. Mér finnst það ekki vera lausn að brennimerkja eða loka svona menn til lífstíðar. Ég held að það sé hægt að hjálpa svona mönnum. Hjálpa...

Re: um misnotkun

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Jæja Nata…. Ég vona að þetta hafi verið grín. En samt… Það eru nokkur atriði í þessu sem eru mjög viðsjáfverð. Við búum í samfélagi. Það er galli og kostur. Gallin er sá að það eru nokkuð margir hlutir sem við ráðum ekki. Vald okkar til að gera eins og okkur sínist er tekið af okkur. VIð getum t.d ekki drepið barnaníðinga eða tattóverað á enni þeirra eitthvað. En það er kostur. Kosturinn er sá að næsti maður getur ekki gert hvað sem honum sýnist. Hefur lesið um félag í Hollandi (eða...

Re: Ignoble deaths

í Spunaspil fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Með eina sem er þrælskemmtileg 6ta lvl dvergur í gamla d&d hljóp á eftir kobold inní göng. Þetta var dead end. Dvergurinn nálgaðist með exina á lofti, hló með sjálfum sér. Koboldinn er hræddur og bíst til varnar. Þeir berjast. Dvergurinn er óheppin (þurfti að fá 9 eða hærra á tengingin til að hitta en hitti ekki görn) en koboldin var heppin (þurfti 18 eða hærra á teningin og hitti í hvert skipti). Koboldinn stakk dvergin hvað eftir annað en auðvitað var dvergurinn lífseigur (með 60 hp). En...

Re: Sendum áskorun

í Spunaspil fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Heyr… heyr….

Re: Uppáhalds characterar??

í Spunaspil fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Það eru þó nokkrir sem eru uppáhaldið mitt. Chronos: Half-elven mage/thief í dragonlance. Var þunglyndur og fúll. Var þó ástfanginn af einum partýmembernum en var of feimin og missti hana í hendurnar á archmage (fari hann til fjandans…hann er líka illur). Náði 6/2 leveli og það var hætt að spila hann. Researchaði marga galdra. Maibeth Silverblade: Dwarfen fighter á 11 lvl. Ég bjó hann ekki til, en var frábær karakter með stórskemmtilegan background. Fabríana Traladaran: Female fighter. Var...

Re: um misnotkun

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Þurfum við að sökkva svona lágt. Stundum held ég að fólk sem stundar Huga er ekki á mínu leveli. En ohh well. Fólk sem lendir í kynferðislega misnotkun getur jafnað sig á því. Rannsóknir, langtíma, hafa sýnt fram á það. Það er hluti af lífi þess, en það er bara eins og allt annað sem gerir okkur að því sem við erum. Þetta er hluti af fólkinu. Ef barnið þitt er misnotað þá er það ekki ónýtt. Það er von, meira að segja stór von. Fólk sem misnotar getur komist yfir þessa þörf. Ég lærði það að...

Staðreynd?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Hvar færðu þessa staðreynd? Ég mundi fíla það ef þú mundir benda mér á hvar þú fékkst þær upplýsingar. Siva

Re: Skrýtinn dómur-skrýtin lög

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Ég ætla ekkert að fara vernda mannin eða neitt. En hvað meiniði þegar þið segið að hann sé hættulegur sínum eigin börnum? Hvernig vitiði það? Hvernig getið þið sagt þetta? Hafið þið eitthvað fyrir ykkur í þessu annað en hleypidóma? Þekkið þið mannin? Þekkið þið börnin hans? Þekkið þið konuna hans? Þekkið þið þetta mál? Já ég er 100% sammála að þessi lög eru fáránleg og ég var mjög sár og leiður þegar ég las þessa frétt. En að hoppa svona til og segja svona hluti hjálpa ekkert til! Siva

Re: Keðjan

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Engel, þetta er alveg rétt hjá þér. Hræðilegur glæpur réttlætir ekki dauðarefsingu, það finnst mér allavegna. En Stelpa… Hvað meinaru að fólk sem gerir þetta hættir því ekki? Hvað hefuru fyrir þér í þegar þú segir þetta? Er það bara Steingrímur Njálsson og einhver óstaðfestar sögusagnir? Hluti af því sem ég er að læra er að stúdera kynferðislegt ofbeldi. Það sem ég hef fengið að vita þar segir annað heldur en það sem þú heldur fram. Þar er sagt að ekki allir geri þetta aftur aftur þó að þeir...

Re: Kynferðislegt Ofbeldi

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Auðvitað myndi ég ráðast og berja, jafnvel drepa einstaklingin sem væri að misnota barnið mitt. Það er ekki það sem ég er að ræða um. Dauðarefsing er eitthvað sem samfélagið styður og notar. Styður þú dauðarefsingu? Ég er ekkert að ræða um tilfinnigar einstaklingsins. Auðvitað verður hann brjálaður og reiður en á það að vera 1,2,3 í því að ákvarða refsingu fyrir hann. En það var sagt áður að það væri verra að misnota heldur en að drepa. Því er ég ósámala að öllu leyti. Jú þetta er erfitt...

Kynferðislegt Ofbeldi

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Drepum barnaníðinga! Þeir sem lenda í þessu eru dauður á sálinni! HALLÓ! Afhverju gerist þetta alltaf þegar þessi umræða fer af stað. Já þetta gerist. Opnið augu ykkar fyrir því. En opnið þau vel. Faðir ykkar gæti teki sig til og misnotað barn ykkar. Bróður ykkar gæti kíkt í heimsókn og “leikið” sér við barnið. Amman ykkar gæti fengið barn ykkar til þess að hjálpa sér með að nota “hjálpartækin”. Þetta gerist! Örfá hluti gerenda (þ.e.a.s Barnaníðingar) eru þeir sem grípa ókunug börn og...

Re: Dragonlance lifir líka!!

í Spunaspil fyrir 24 árum, 1 mánuði
Það er frábært. Alltaf gaman þegar einhver tekur sig til og gerir þetta!

Re: fötluð börn góðhjörtuð börn

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 1 mánuði
Öll börn eru mismunandi. Ég hef verið soldið í kringum fötluð börn og þau eru mismunandi eins og öll börn. En það má samt segja það að ef barnið er ekki hrest og með góða lífsýn þá er meiri líkur á því að það drepist. Svartsýni er ekki góður hlutur þegar líkaminn þinn er ekki vel starfhæfur. Er líka ekki oft sagt að heimskur maður hlær að öllu?

Re: Staðreyndir um kvenfólk og karlmenn!

í Rómantík fyrir 24 árum, 1 mánuði
það er gott að taka svona með húmor. Allt hefur sannleikskorn, þetta kannski líka. En hverjum er sama…. þetta hjálpar mér ekkert að skilja konur. Siva

Re: Leynilögregluaðgerð bjargar Tinna

í Myndasögur fyrir 24 árum, 1 mánuði
Kommon mar. Hvað meinaru að þeir hafi verið hommar? Það voru ekki konur og engin rómantík vegna þess að markhópurinn voru strákar og siðgæðishöftin voru mikil þegar þessar sögur voru skrifaðar. Hommar…. og hvað með það þótt þeir væru það? En Tinni var ekki hugsaður með kynlíf í huga. Siva

Re: Einelti

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Einelti. Ég eins og margir aðrir hafa lent í því. Ýmsar ástæður eru fyrir því. En þeir sem eru gerendur þurfa ekki endilega að eiga vonda foreldra eða vera eitthvað reiðir innra með sér. Rannsóknir á þessum hlutum segja að þeir eru oftast með sterka sjálfsmynd og engin alvarleg vandræði. En þolendur stinga í stúf. Þeir bregðast öðruvísi við, þeir reiðast mikið, þeir gráta, þeir reyna að hunsa þetta ofl. Það hefur sýnt líka að þolendur eiga gott samband við móður sína. Merkilegt? En einelti...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok