Það þarf alltaf einhver að tapa í samræmdu, það eru þeir sem fá lægstar einkunnir og komast ekki í skólann sem þeir vilja. Auðvitað er þetta keppni. Þetta er keppni um hver fær hæst á prófunum til þess að hann fái að velja í hvaða skóla hann fer. Þeir sem lenda í því að fá lægra en hinir fá ekki að velja og lenda í einhverjum alveg-jafn-góðum skólum með lélegri orðstýr. Tökum sem dæmi að 2000 manns fái 10 á stærðfræðiprófinu, 1000 fái 9 og 1000 fái 8. Það eru sirka 4000 krakkar í árgangi. Þá...