Já, að vísu miðað við há-þróun okkar manna ættum við ekki að láta stjórnast af eðli okkar og láta rökvísina ganga fyrir… Ég tel það ekki vera okkur eðlislægt að hata einhvern af því að hann er öðruvísi. Það er okkur eðlislægt að hræðast eitthvað sem er öðruvísi en það sem við erum vön og þess vegna drepur hrafninn hvíta ungan. Ekki af því að hann hatar hann, heldur af því að hann hræðist hann. Sem mannverur getum við hræðst margt sem við höfum ekki séð áður, eins og t.d. þegar svertingi kom...