Verð stundum svona af hlutum sem hreyfast hratt á skjám. Á t.d. erfitt með að spila marga tölvuleiki út af þessu. Ég má heldur ekki vera að gera neitt þegar ég sit í bíl, nema í mesta lagi spjalla við einhvern eða hlusta á tónlist, annars fer ég bara að æla. Einstaklega óþægileg tilfinning, sérstaklega þegar maður er í strætó og gaurinn hinu megin við ganginn er geðveikur og maður hefur séð hann taka æðisköst og berja strætóinn að innan. Óttablandin ógleði, mjög skemmtileg blanda.