Til þess að fá æfingaleyfi þarftu 10 x 40 min tíma og fyrir bílpróf þarftu aukalega 6 x 40 min tíma. Semsagt, 16 40 mínútna tíma í allt. Ég tók þetta samt í 8 tímum svo sumir voru bara aðeins lengri. Hver tími hjá mínum kennara kostaði 5000 kr. svo samtals kosta ökutímarnir sjálfir 80.000. Ökuskóli 1 kostar sirka 12.000 með bókinni og ökuskóli 2 kostar held ég 9.000. Þá erum við komin í 101.000. Svo kosta prófin sjálf líka eitthvað, örugglega sirka 10 þús saman svo þetta fer yfir hundrað þúsundin.