Það var svo gaman að lesa Djöflafjallið, þá fékk maður að vita svo margt. Hinsvegar var það ekki ein af bestu bókunum, að mínu mati, gerðist svo lítið í henni nema bara svona spjall og upplýsingaflæði. Mér fannst bækurnar um Villimey skemmtilegastar, það eru allaveganna þær sem ég man mest eftir, og svo auðvitað Gríman fellur, það er og verður ein mesta snilldarbók sögu Ísfólksins.