Um helgina fór unglingasveit Ægisbúa, Hvíta Fjöðrin, í sveitarútilegu upp í Þrist í Þverárdal sem Kópar eiga. Við lögðum af stað um áttaleitið á föstudeginum og tókum rútu upp í Þverárdal. Þar sem vegurinn var eitt drullu svað komst rútan ekki alla leiðina og þess vegna þurftum við að labba í u. þ. b. 30 mín. eftir ógeðslegum veginum. Legghlífalausir urðu blautir í fæturnar. Þristur virtist vera bara ágætur skáli, en það fyrsta sem var gert þegar við komum inn var ekki að hita upp, heldur...