Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Forsetinn (50 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Við vitum öll að núverandi forseti er einn sá rótækasti sem við höfum haft, ef svo má að orði komast, hann er sá eini sem hefur nýtt sér neitunarvaldið er forseta Íslands er gefið. Nú spyr ég: Hvað finnst ykkur um forsetann? Persónulega finnst mér hann fínn. Hann er kannski bara mannlegur, en hann veit sínu viti.

Þreyta (0 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hafið þið einhverntímann pælt í því hvað gerist þegar þið eruð þreytt? Sennilegast. Mín einkenni eru eitthvað á þessa leið: Hausverkur Svíður í augun Sé illa Geispa stundum Meiri hausverkur Bakverkur Máttleysi Rautt nef Yup. Nefið á mér verður blóðrautt þegar ég er þreytt. Geðveikt skrýtið. Þannig að ef að þið sjáið mig einhverntímann með rautt nef, vorkennið mér og sendið mig í rúmmið. Ég held að þetta hafi verið tilgangslausasta bloggið sem ég hef nokkurntímann skrifað.

1. apríl 2005 (7 álit)

í Blogg fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Úti skýn sólin á bláum bakgrunni og fuglarnir tísta af tilhlökkun yfir komandi vori og hlýindum. Golan þyrlar upp riki af götunum sem bílarnir æða óðir um eins og heimsendir sé í nánd. Inni í húsinu situr einmanna stúlka og horfir út um gluggan löngunaraugum. Veðrið virðist gott. Hún lýtur aftur á tölvuskjáinn og dæsir. Hún starir á klukkuna í horninu á skjánum, tvíklikkar á hana til þess að hún geti sé sekúndurnar líða, séð tímann. Fimm mínótur yfir, fimm mínótur og ein sekúnda… Hún veit að...

Málshættir (101 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nú eru flestir búnir að fá páskaegg, en hvernig væri að við værum nú voðalega menningarleg og skiptumst á málsháttum? Minn var: Umgengni lýsir innra manni.

Upphafið (7 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
“Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Jörðin var þá auð og tóm og myrkur grúfði yfir djúpinu og andi Guðs sveif yfir vötnunum. Guð sagði, ”Verði ljós.“ Og það varð svo. Guð sá að ljósið var gott og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Ljósið kallaði hann dag en myrkrið kallaði hann nótt.” Svona hefst Biblían, eða mig minnir það. Þetta er kannski ekki alveg orðrétt, ég tók þetta bara svona upp úr mér. Ekki spyrja af hverju ég kann byrjunina á Biblíunni utan að. Ég kann líka byrjunina á...

Hlaupandi (36 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hún hljóp niður tröppurnar og út á götu. Þar stoppaði hún eitt andartak. Hvert gat hún farið? Hver gæti hjálpað henni núna? Tárin láku niður kinnarnar á henni. Hún heyrði skruðninga innan úr húsinu, hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar. Hún hljóp út götuna og upp á Hringbraut, Jónas, Jónas gæti hjálpað henni. Jafnvel eftir allt sem hafði gerst, hann myndi hjálpa henni. Á Hringbrautinni beygði hún til hægri og hélt áfram að hlaupa í átt að miðbænum. Hún reyndi að átta sig á því sem hafði...

Páskafrí (8 álit)

í Skóli fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Jæja, nú er páskafríið hafið og fyrir suma ekkert nema leti framundan næstu vikuna. Ég hef ásett mér að lesa eitthvað af 8. og 9. bekkjar efninu til samræmds prófs í páskafríinu en efa að ég lesi allt sem ég ætla mér að lesa. Hvað hefur fólk planað fyrir fríið?

Grátur (2 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta er skrýtið með grátinn. Hvernig forsemda hans breytist með aldrinum. Barn grætur þegar það dettur og meiðir sig, þegar það finnur fyrir einhversskonar líkamlegum sársauka. Það grætur líka þegar það skynjar óöruggi, þegar mamma er ekki nálægt, til dæmis. En fullorðin manneskja, grætur hún þegar hún meiðir sig? Grætur hún þegar hún er óörugg. Með tímanum lærum við að hemja grátinn, við lærum að það dugar ekkert að setjast niður og grenja, það hjálpar engu. Samt er fullorðið fólk ekki...

Tunglið (0 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Tunglið. Það er skondið fyrirbæri. Núna ætlum við að sleppa öllum vísindalegum sönnunum og einbeita okkur bara að því eins og við sjáum það. Tunglið er lítið, gult og kringlótt fyrirbæri á næturhimninum. Það stækkar og minnkar eftir svokölluðum tunglmánuðum. Mig minnir að tunglmánuður sé 24 dagar. Fyrst er tunglið fullt, síðan tekur það 12 daga að hverfa, smátt og smátt, síðan stækkar það aftur og á 24. degi á það að vera aftur orðið fullt. Af hverju er tunglið svona skondið fyrirbæri? Ég...

Leiðinlegt (1 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Mér leiðist. Það versta er að ég veit ekki einusinni um hvað ég á að skrifa. Kannski að ég segi ykkur bara hvað ég gerði í dag. Hmm. Ég var búin að skrifa alveg helling. En það var svo ólistrænt eitthvað, bara listi yfir það sem ég gerði. Strokaði það bara út. Tókst allaveganna að eyða smá tíma í þetta.

Ungar stúlkur á leið til stóru boragarinnar (130 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nú bý ég hérna, alveg í göngufæri frá miðbænum, og hef tekið eftir því, oft á tíðum er ég er að fara heim með strætó úr úthverfum borgarinnar, að mikið af ungum stúlkum, 16-17 ára kannski, er að fara í bæinn með síðustu eða næstsíðustu ferðum. Og þá spyr ég: Hvernig komast þessar stelpur heim? Ef þær eru að fara á eitthvað djamm niðri í bæ og taka síðasta strætó þangað, hvernig komast þær þá aftur heim eftir að strætó er hættur að ganga? Eiga þær allar peninga fyrir taxa? Eða fá þær...

Hverjir eru þessir skátar? (63 álit)

í Skátar fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hverjir eru þessir skátar? Það er góð spurning. Ég held að ég megi nokkuð örugg segja að allir Íslendingar hafi einhverntímann heyrt orðið skáti og tengi það við fólkið í bláu skirtunum með asnalegu klútana um hálsinn sem gengur um með fána á 17. júní. En er þetta það sem skátastarf gengur út á? Gefur þessi hugmynd, “bláklædda fólkið með fánana á 17. júní,” rétta ímynd af skátastarfi? Það eru til margar hugmyndir um skáta í þjóðfélaginu. Eins og áður kom fram halda flestir að þetta sé fólkið...

Í dag er sunnudagurinn 6. mars 2005 (0 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Fyrir rúmum tveimur klukkustundum hófst sunnudagurinn 6. mars árið 2005. Í dag eru 64 dagar þangað til að fyrsta samræmda prófið byrjar. Í dag er eitt ár og 20 dagar síðan að fyrsta skrefið var stigið í að breyta lífi mínu róttækilega. Ekki það að það hefði breyst með tímanum, en þetta gerðist samt svona. Mér leiðist. Þessi 65. dagur ársins hófst hér, fyrir framan tölvuna, með Muse í bakgrunninn og fáa á msn. Það er alveg einstaklega merkilegt hvað lífið getur verið leiðinlegt. Ég er að...

Msnið aftur... (18 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég trúi þessu ekki. Ég kemst ekki inn á msn, aftur. Er einhver í sama vanda? Oooh, í kvöld verður kátt á huga ef svona heldur áfram…

Laugardags leiðindi (1 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Í dag er laugardagurinn 26. febrúar 2005. Nú verður útvarpað laugardagsleiðindum frá Fréttastofu Sirju. Sirja les. Sirja var búin að lofa vinkonu sinni að koma og hjálpa henni að passa einhver börn milli kl. 10 og 12 í morgun. Þegar hún vaknaði klukkan 12.30 varð henni heldur en ekki brugðið við yfir að fatta að hún hafði brugðist vinkonu sinni. Þegar hún hafði sent henni nokkur sms þrungin fyrirgefningu og eftirsjá, stóð hún upp úr rúmmminu og kveikti á tölvunni. Aðeins 1 ný skilaboð frá...

Könnunin um kynjahlutfallið (42 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég sé að hlutfallið er komið í 79/21. Ég segi nú bara: áfram stelpur, við erum ekki svona fáar! Annars er alveg ótrúlegt að hlutfallið sé svona… Er þetta kannski tilgangslaus korkur? Vildi bara vekja athylgi á dæminu…

Hegðun ungs fólks í grunnskólum Íslands (256 álit)

í Skóli fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Er það bara ég, eða er hegðun fólks í grunnskólum Íslands almennt ekki til fyrirmyndar? Sérstaklega í eldri bekkjunum. Á eftir fylgir lýsing á mjög týpískum íslenskutíma hjá mínum bekk, við erum á lokaári grunnskólans. Athugið að vegna nafnleyndar sem ég kýs að hafa í sögunni munið þið rekast á nokkur fáranleg nöfn eins og t.d. Mótmælandinn en ég kalla hann það út af því að hann rífst og skammast yfir öllu sem fellur ekki í hans hag. Púðurdrósin er kölluð svo vegna þreirra ófáu skipta sem...

Grár og svartur listi (39 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hvernig væri að setja upp svona gráan og svartan lista? Þeir sem eiga að passa sig eru settir á graá listann og þeir sem hafa verið bannaðir eru settir á svarta listann og kannski, hugsanlega, gefin einhver skýring á því af hverju þeir voru bannaðir. Eða mér fyndist gott að hafa skýringu, þá liti það ekki alveg jafn mikið út og að það væri ekkert máfrelsi á huga (er ekki að fullyrða neitt!). Væri líka mjög gott að getað séð hvort að maður þurfi að passa sig, og gæti kannski virkað þannig að...

Moi (1 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Je m'appelle — et j'ai 12 ans. J'ai les les cheveux châtains, bouclés et longs. J'ai les yeux bleus. Je suis islandaise. Je suis grande, mailine et gentille. Aujour'dui, je porte des chaussures noir, un pull bleu et un pantalon bleu foncé. Nous habitons à Watermael-Boitsfort, Berensheide au numéro 240. Dans ma maison, il u a trois personnes, ma mère, mon père, et moi. Ma mère est grande et elle a les cheveux châtains et courts. Mon pêre est grand. Il y a les cheveaux châtains et courts. J'ai...

Saltkjöt og baunir (57 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er sprengidagur í dag. Vissuð þið það? Nei? Eins gott að ég minnti ykkur á það ;) Saltkjöt og baunir, túkall!

AAAAARG ég hata MSN! (213 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Jæja, ég datt út af msn og kemst ekki aftur inn, þess vegna verð ég að skrifa svona klassískan msn kork. Jæja, nú verða hugarar fyrir áfalli, því að ég fer að senda random skilaboð aftur!

Orð vikunnar (9 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Orð vikunnar í dag eiga ekkert endilega bara við kristna trú. Þau geta átt við svo margt að mér finnst að þið ættuð ekkert að böggast yfir þeim, þið sem eruð ekki trúuð. En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, því þú veist af hverjum þú hefur numið það. (Tím. 3, 14.) Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú ert viss um eitthvað, hefur góðar heimildir fyrir því og trúir að það sé rétt, þá skaltu ekki láta aðra hafa áhrif á skoðanir þínar. Þú mátt hafa þínar eigin skoðanir.

Dunno (0 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þetta var skemmtilegur dagur… Ég veit samt ekki alveg af hverju ég er að blogga um hann :P Fór auðvitað í skólann í morgun. Það var blak í tvöföldum leikfimi tíma, virkilega það leiðinlegasta sem hægt er að hugsa sér, fyrir utan fótbolta með strákum í leikfimi. Síðan kom þessi helvítis dönskutími sem er á eftir íþróttum… Og við vorum bara að horfa á mynd! Hefðum allt eins vel getað farið heim bara. Eftir skóla fór ég með vinkonu minni að skoða fugla, og ég ætla kannski að fá mér fugl ef ég...

Hvað varð um þá gömlu? (159 álit)

í Tölvuleikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Tölvuleikirnir eru alltaf að taka breytingum. Fyrir um það bil 10 árum voru þeir t.d. miklu einfaldari og að mínu mati miklu auðveldari. En nú er spurningin, hvað varð um gömlu tölvuleikina? Þessir klassísku, Tetriz og Súper Maríó. Spilar einhver þessi leiki ennþá? Ég spurði vinkonur mínar út í þetta. Spurningin var, “Hvað varð um alla gömlu, góðu tölvuleikina?” Sú fyrsta sagði, “Þeir hurfu og í staðinn komu góðir online leikir.” Næsta, sem er með geimverur og matarvenjur þeirra á heilanum...

Ólíkir heimar (0 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég hitti vin minn í dag. Það er voðalega skrýtið, við búum í sömu borg, samt lifir hann í allt öðrum heimi en ég. Heimurinn minn er nokkurnveginn öruggur, engin slagsmál, ekkert dóp og ekkert af vinum mínum reykja. Líf mitt byggist á því að ég hef nógan tíma, lífið er framundan og ég þarf ekkert að flýta mér, ég er nú bara 15 ára. Heimurinn sem hann býr í er allt öðruvísi. Hann er hættulegur. Líf hans snýst um að öðlast viriðingu, hann er alltaf að lemja einhvern og það er alltaf einhver að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok