Jæja, nú er ég í vanda. Í Mogganum stendur að orð dagsins séu úr Lúkasi, 15, 35, en raunin er sú að það vers er ekki til. Það er ekki til neitt Lúk 15, 35. Hvað eigum við þá að gera? Ég held ég riti bara fyrir ykkur 34. og 35. vers í Lúk 14, en þau eru svohljóðandi (og ansi góð reyndar): 34 Saltið er gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju á þá að krydda það? 35 Hvorki er það hæft á tún né taðhaug. Því er fleygt. Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri. Ansi gott, ekki satt?