Ég ætla að vera ósammála flestum ykkar og segja nei. Mér finnst Friesian hestarnir vera fallegri, þó að sumir hafi kannski ef til vill örlítið of langan haus að mínu mati. En alveg kolsvartir með mikið af fjöðrum, sítt tagl og fax. Alveg eðal! :) Andalúsíuhestarnir (Lusitano) koma einnig mjög flott út. Sá þannig hest á einhverri sýningu og það var alveg rosalegt. :) Hins vegar geta íslenskir hestar á sumrin oft verið mjög fallegir, því er ekki að neita. En fallegastir, ónei.