Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Shimotsuki
Shimotsuki Notandi frá fornöld 300 stig
=)

Re: Hvaða bækur eruð þið að lesa núna??

í Bækur fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Fyrst og fremst er ég að lesa fimmtu bókina í Wheel of Time seríunni. Get yfirleitt bara haldið athygli á einni bók í einu svo að það er ekki mikil samkeppni um lestíma minn. Annars þá hef ég einnig verið að glugga í bækur um Miðaldir (I'm not obsessed ;)) og svo er stutt í að skólinn taki mikið af lestíma manns frá manni. Reyni þá að minnka þykkt bókanna vegna loforða um að… eh… gera heimavinnuna mína í ár. ;) -Shimo

Re: price polo gellan

í Tilveran fyrir 22 árum, 8 mánuðum
LOL. Ég hef reynt of reynt að vinna en ekki fengið neinn bol. Svo virðist vera hægt að vinna ferð til Vínar ef að maður sendir eitthvað. Veit bara ekki hvað. ;¬D -Shimo

Re: Bækur - fantasíubækur

í Bækur fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hey vá, fínt að fá svona meðmælalista! Ég veit aldrei hvað ég á að velja þegar ég er að leita mér að bókum. ;) Annars er ég í fullri vinnu við að lesa Wheel of Time sem stendur. Mjög flott sería en eins og þú sagðir þá eru þær langar. -Shimo

Re: Spilling....

í Bækur fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það má nú ekki gleyma því að virkilega margir eru að lesa þessar bækur _af því_ að þeir sáu myndirnar. Ég veit ekki betur en að sala á LOTR bókunum hafi rokið upp með komu myndarinnar. Þó efa ég ekki að margir hafi og munu sleppa því að lesa þær og góna bara á myndirnar í staðinn. Mér finnst hins vegar ferlega hallærislegt að selja svona kalla og drasl með afskræmdum persónum myndanna. Það er fátt ljótara en svona action kallar. ;) En peningagræðgin ræður víst öllu nú orðið…

Re: Aegidienberger

í Hestar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hmmm… ég sá einhverntímann í lok einhvers þáttar um einhverja íslendingablöndu sem þeir einmitt riðu í svona hring á blöndu og hreinum íslending. Er þetta það kyn? Ég hef ekkert á móti þessum tilraunum. Íslendingurinn mun ekki hverfa heldur kannski bara verða að stærra nafni í hestaheiminum. Það hefur til dæmist alltaf verið mjög vinsælt að blanda Arabísku gæðingunum við hin og þessi hestakyn til að bæta eða breyta. Þó er langt í frá að þeir séu að hverfa. Þannig hafa til dæmist öll...

Re: Aegidienberger

í Hestar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
I hlýtur að þýða Icelandic og P Peruvian Paso Þá ætti F1 að vera fyrsta sitgs blanda (I+P) og R1 vera F1 blandað við hreinan íslending og svo loks R1+F1 ætti þá væntanlega að gefa út endanlega hestinn. Sem segir mér reyndar ekki mikið þegar ég lít yfir þetta. LOL. Og ég veit ekki hvort þetta er 100% rétt. ;) Annars er ég sammála catgirl að þessi grein mætti vera betri. Það er lítið af upplýsingum og þar sem mig grunar að fæstir íslendingar vita eitthvað um Peruvian Paso mættirðu hafa bætt...

Re: Hjálmanotkun

í Hestar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
“Ég gjörsamlega HATA hjálma séstaklega þegar maður er á brokki og hjálmurinn skoppast út og suður og maður vill helst slíta hjálminn af sér.” Hljómar eins og þú sért með allt of stóran hjálm. Fáðu þér frekar einhvern sem passar. Þannig pirrað þeir mann ekki neitt (=mín reynsla ;)). Ég styð hjálmanotkun 100%, það tekur því ekki að fá heilahristing eða höfuðkúpubrotna vegna þess að manni finnst svo “ókúl” að vera með hjálm.

Re: TRIGUN

í Anime og manga fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Neibb, sá hana fyrir nokkru vegna þess að bróður minn kom með hana heim. ;) Á samt eftir að sjá afganginn… :¬P

Re: pop ups á huga?

í Tilveran fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég er með þetta Gator helvíti. Veit einhver um góða leið til að losna við það? Algjörlega óþolandi.

Re: Hvað er UCI?

í Hundar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það er líklegast vegna þess að Ísland er upprunaland íslenska fjárhundsins. Ef að einhver skoffín í Póllandi ætla að rækta eitthvað afbrigði sem að við hér á íslandi viðurkennum ekki þá þarf þetta að verða ný tegund. Á sama hátt geta þjóðverjar sem upprunalegu ræktendur þýska fjárhundsins bannað þeim að kalla þetta part af tegundinni eða hvað sem þeir eru að gera sem rækta þessa hvítu. :P Og svo koma svona jólasveinar sem hlusta ekki og búa bara til sín eigin samtök þar sem lögin eru mótuð...

Re: TRIGUN

í Anime og manga fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Trigun er snilld! Hélt að þetta væri svona endalaus barátta við sama vonda kallinn (hann var hræðilega klysjukenndur) eftir fyrsta þáttinn en svo reyndist ekki og ég gjörsamlega lá yfir þessu. Persónulega fannst mér persónusköpunin fín, serían er vel teiknuð og virkilega góð afþreying. Japanskan er einnig nauðsynleg, kryddar þetta mikið. Mæli með henni þessari. Ágæt grein, mættir þó hafa minnst á tryggingastelpurnar sem partur af söguþræðinum.

Re: Pæling um bekkjarskiptingar

í Skóli fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég er fylgjandi bekkjarskiptingum eins og þessum. Það er EKKERT jafn ömurlegt og að þurfa að verja hálfu eða heildu dögunum í að hlusta á kennarana útskýra aftur og aftur sömu atriðin fyrir þeim sem eiga erfiðara með að læra. Ég hef ekkert á móti þeim aðilum þar sem að í flestum tilfellum ráða þeir engu um hversu auðvelt þetta er þeim en ég vil geta verið í bekk þar sem fólkið í kringum mig er á svipuðu róli og ég námslega séð. Ég á nógu erfitt með að halda mér vakandi í tímum án þessara...

Re: Landsmót hestamanna 2002

í Hestar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég held að ég muni seint fara á Landsmót nema kannski ef ég er að taka þátt. Þegar maður hefur verið að fara framhjá keppnisvellinum hér í Víðidal þá bara hef ég ekki úthald í að horfa á þetta keppnisform til lengdar. Samt ef það er fín stemning og fólk hengur ekki inní bílunum og nauðgar flautunni (það er alveg hræðilega hallærislegt!) þá gæti örugglega verið nokkuð gaman. Sérstaklega þar sem að það eru skemmtiatriði og svoleiðis í gangi. En þetta ár verð ég á Spáni og var síðast í...

Re: Hafið þið prófað aðra hesta en íslenska ?

í Hestar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hef nú ekki ennþá farið á neinn útlenskan hest en ég er að fara til Spánar á miðvikudaginn kemur og þá á að reyna að finna einhvern gæðing. ;) Langar rosalega að prófa Andalúsíuhest, þeir eru svo geggjað flottir. Er samt alveg skíthrædd um að þegar á hólminn er komið muni ég ekki þora neinu þar sem ég hef ekki farið á bak lengi vel og að stærðin er… tja… meiri. ;) Annað sem mig langar virkilega að gera er að prófa aðra ganghesta eins og Tennessee Walker, American Saddlebred, Paso-kynin og...

Re: Dýnur

í Hestar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nei, það er ég ekki að reyna. Ég ríð á jafnvæginu, ekki gjörðinni. :)

Re: Skólagangan mín

í Tilveran fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég finn ekki þær einkunnir sem ég fékk í 2-4 bekk þar sem ég fékk svona x í reitina. :0 Annars var ég örugglega lang minnst samvinnuþýð í 6. og 7. bekk. Var alltaf verið að færa mig og ekki var neitt skárra að kennarinn minn hitti alltaf mömmu mína reglulega (that's a pain). Í sjötta bekk var ég me ansi mikinn mótþróa í Kristinfræði og skilaði ekki einhverju drasli og fékk “ólokið” á einkunnaspjaldið. Mamma varð alveg brjáluð og ég sem var svo stolt yfir að hafa fengið verðlaun fyrir smásögu...

Re: Hestar í höfuðborg

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jú, ég held að ég geti verið sammála því sem þú sagðir í svari þínu. Meðan öllum er stefnt saman verða allir að gangast undir þeirri ábyrgð sem því fylgir og passa uppá að þetta gangi upp. Málefnarlegar umræður gætu skilað sér og þeir sem þurfa að samnýta þessi svæði gætu þá kannski fundið einhverjar lausnir til að allir geti verið sáttir. :)

Re: Dýnur

í Hestar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er forfallin dýnuaðdáandi og hef verið allt frá því ég prófaði það fyrst. Næmnin jókst alveg rosalega og það er mun betri aðstaða til að athafna sig hvað þyngdarbreytingar og fleira varðar. Allaveganna finnst mér mjög gottað ríða hestum á dýnu þegar ég er að gera eitthvað en reyni yfirleitt að velja hnakk þegar ég fer svo í útreiðartúra og er ekki of mikið að hugsa um að vera að laga eitthvað og bæta í hrossinu. Ég mun reyna að redda mér svona diddadýnu þegar ég fæ mér loksins hest til að...

Re: Hestar í höfuðborg

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Veit ég vel að þetta er innan ÍSÍ. Og að fólk stundi íþróttir utan ÍSÍ veit ég líka að er mögulegt enda hef ég stundað hestamennsku utan ÍSÍ og er ásamt mörgum öðrum utan þessara talna. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða að eitt eða annað sé vinsælla. Og svo er spurningin hvað er að stunda íþrótt og hvað ekki? Að skreppa einusinni í sund á ári til að liggja í pottinum? Að fara á hestbak í einn tíma á feti? Eða kannski að fara í keilu af og til? Ég veit ekki… það mundi ég frekar kalla að...

Re: Hestar í höfuðborg

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Nei, en þetta er kafli sem er líkast til partur af stíg sem liggur til hesthúsanna. Það er annað mál heldur en að ríða á þjóðvegum þar sem menn geta komist hjá því að ríða á malbiki vegna reiðleiða sem liggja oftast mjög nálægt. Annars er þetta afburða leiðinlegur staður til að ríða út á (Elliðaárdalurinn) þannig að ég get ekki sagt um hvort að þetta sé kafli sem þeir vísvitandi forðast reiðstíga eða hvort þetta sé einfaldlega ekki partu af leiðinni. En þar sem Sprengisandshesthúsin munu...

Re: Hestar í höfuðborg

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Nei, og ég hef sjaldan séð hestamann sem kýs það að vera á malbiki. Hestamenn ery yfirleitt á svæði sem þeim er afmarkað, þeir fá að vera á reiðstígum og stundum er göngu og reiðstígum stefnt saman og þá nær eingöngu _malar_stígum. Þannig að þetta missir marks hjá þér all svakalega. Og ekki þarf ég að éta neitt ofaní mig um sóðaskap fótboltamanna. Að vera í klefa sem margir hafa haft afnot af er alveg hræðilegt; sandsvart gólf, sturtuklefarnir síst skárri ásamt rusli út um allt. Það hef ég...

Re: Eru gárar greindir ??

í Gæludýr fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fyrsti gárinn sem var hérna heima hét Anna. Sá næsti Gola (fékk svo eftirnafnið Motta (engin sérstök astæða)) og sá þriðji var spikfeitur, gat varla flogið og fékk nafnið Jørgen Torfi. :) Veit ekki með gáfnafarið á mínum fuglum… hafa örugglega verið svona meðalfuglar býst ég við (nema Jørgen ;)).

Re: LORDS OF THE SITH

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Gargandi silld! ;) Verður án efa gaman að sjá þetta.

Re: Hestar í höfuðborg

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Minnihlutahópur eða ekki.. Veit ekki en ég heyrði um einhverja könnun þar sem fram kom að þriðja vinsælasta íþróttin hér á landi sé hestamennskan (á eftir fótbolta og gólfi). Það er nógu anskoti miklum pening eytt í fótboltamenn (sem mér _persónulega_ finnst margir vera örgustu sóðar en það er víst off topic hér ;)) ásamt handboltamönnum t.d.. Mér finnst nokkuð rökrétt að skattpeingum okkar sé eytt í þetta ef áhugi fólksins liggur í þessu. :)

Re: Hestar í höfuðborg

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Svar mitt hér að neðan stendur og vildi ég gjarnan hætta þessum skætingi af beggja hálfu þar sem það skiptir upprunalegu umræðuna ekki nokkru máli. Og ef þú ert að svara öðrum en kvótar minn texta plís ekki smella á “Láta höfund vita að honum hafi verið svarað” kassann því þetta var ekki svar til mín. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok