Já, þetta réttarkerfi eins og maður sér í lögfræðiþáttunum í kassanum virkar ekki neitt sérlega réttlátt oft á tíðum. Og þegar peningagræðgin spilar inn í þetta blindast sjálft réttlætið hjá málsaðilum. Eins og þú bentir á er heldur enginn fælingarmáttur af þessu. Mér hefur enn sem komið er ekki tekist að mynda mér 100% skoðun á þessu og mundi ekki styðja það að taka upp þess konar refsingar hér á klakanum. Er þó sammála þér með síbrota-kynferðisafbrotamennina. Þeir geta varla átt neitt gott skilið.