Fer allt eftir hvert ég er að fara. Mér finnst fínt að taka strætó úr skólanum enda þarf ég sjaldnast að bíða neitt lengi eftir honum og hann fer nánast beint heim. Hins vegar ef ég er til dæmis að fara á æfingu (bý í Árbæ, æfi í Grafarvogi) þá eru nokkur atriði sem orsaka einkar leiðinlega ferð. Það er að það er komið myrkur, það er kalt, þarf að taka tvo strætóa, þarf að bíða í dágóða stund eftir strætó og ég gleymi alltaf húfu. En það er hins vegar fínt að nota tímann og lesa í strætó. :)