Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: NIÐUR MEÐ ALLT: Grein um Anarkisma

í Deiglan fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Sæll, Það er engin þverstæða þarna. Vísindamenn telja sig hafa meira svigrúm í rannsóknum hjá einakfyrirtækjum en í háskólunum. Ólíkt umhverfinu í háskólanum, þá hafa þeir ekki val um hvað þeir rannsaka hjá einkafyrirtækjunum, en þeir hafa frjálsari hendur til að rannsaka það sem fyrirtækið vill að þeir rannsaki. Svarið sem ég er að fá hjá ykkur er eitthvað á þá leið, að rannsakendur í anarkíu rannsaka það sem þeir vilja, þeir hópa sig saman af sjálfdáðum, þeir hafa allri sama valdið í...

Re: NIÐUR MEÐ ALLT: Grein um Anarkisma

í Deiglan fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Samkvæmt svörum hér að ofan, þá myndu vísindamennirnir koma sér saman af sjálfdáðum vegna þess að þeir sækjast eftir sameiginlegu markmiði. En ef allir í hópnum nema einn vilja framkvæma eitthvað, þá annaðhvort framkvæmir hópurinn það ekki eða þessi einstaklingur yfrgefur hópinn. Það er þetta sem angrar mig. Ég geri mér grein fyrir því að skipulag getur ríkt í anarkisma, en eins og ég sé þetta þá er þetta ekki nærrum því eins hagkvæmt og núverandi kerfi. Ef það væri í raun hagkvæmara fyrir...

Re: NIÐUR MEÐ ALLT: Grein um Anarkisma

í Deiglan fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Sæll og takk fyrir skemmtilegt svar. Þú svarar samt í raun ekki spurningunni, þó þú segir að þér finnist það betra og eðlilegra. Það er þó rétt hjá þér að upplýsingaflæði hefur auðvitað batnað til muna með komu tölvunar, en hér kemur svar mitt, og síðan ætla ég að varpa fram spurningu. Þegar einstaklingar, rétt eins og fyrirtæki, hópa sig saman þá myndast ákveðin stærðarhagkvæmni. Bæði innri og ytri stærðarhagkvæmni. Hún t.d. útskýrir að mörgu leyti hvernig borgir verða til, eða sérhæfðir...

Re: NIÐUR MEÐ ALLT: Grein um Anarkisma

í Deiglan fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Þú ert að tala um gengi og verðbólgu. Hvort sem þú vilt tala um raungengi eða nafngengi þá hefur gengi lítil áhrif á heildarvinnuvilja einstaklings. Það er kaupmáttur launa sem skiptir mestu máli hvað varðar vinnuvilja, gengi hefur jú áhrif þegar þú lítur á innflutning, en það hafa fleiri og stærri þættir líka. Verðbólga hefur mikið að segja, en í vestrænum ríkjum þá fylgir kaupmáttur verðbólgunni á eftir, nema að landið eigi í mjög miklum vandræðum. Svo vinnan sjálf er stærsti þátturinn í...

Re: NIÐUR MEÐ ALLT: Grein um Anarkisma

í Deiglan fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Sæll, Jams, eflaust myndi framleiðsla aukast ef að hægt að ná svoleiðis skipulagi, en ég held að það sé ekki hægt að ná því. Ef það væri hægt að koma upp kerfi þar sem allir hámörkuðu afkastagetu sína en væru samt sem áður með í öllum ákvörðunum sem teknar væru á vegum hópsins þá væri það mjög dýrt, og mjög líklegt að virði framleiðsluaukiningarinnar sem fengist væri minni en kostnaðurinn sem fylgdi kerfinu. Hvað varðar anarkistahreyfinguna í Katalóníu þá er ég ekki að efast um þessa...

Re: NIÐUR MEÐ ALLT: Grein um Anarkisma

í Deiglan fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Sæll. Þú í raun svaraðir ekki spurningunni minni, heldur komst með fullyrðingu sem þú studdir með annarri fullyrðingu. Ég er ekki með einhvern skæting ;) Heldur hefði ég viljað fá betri svar. Fullyrðing 1: Framleiðsla jókst í Catalóníu 1939. Ég finn engin gögn sem styðja þessa fullyrðingu. Reyndar finn ég finn bara engar hagtölur um þetta tímabil. Mér þætti vænt um að þú segðir mér hvaðan þú hefur þessar upplýsingar. Fullyrðing 2: Fólk framleiðir meira af því það gerir hlutina af eigin...

Re: NIÐUR MEÐ ALLT: Grein um Anarkisma

í Deiglan fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Ég ætla að koma með eina spurningu hérna, og er hún ein af mörgum sem mig langar að spyrja. Spurningin mín snýr að þekkingu, öflun hennar og varðveislu. Frá því iðnbyltingin átti sér stað hefur mikilvægi þekkingarvarðveislu vaxið til muna, því þegar svo örar tækniframfarir eiga sér stað eins og við höfum séð síðustu 200 ár, verður þessi þekking sem safnast upp að vera miðluð áfram, svo hægt sé að sækjast eftir nýrri þekkingu. Og til að öðlast nýja þekkingu verðum við að stunda rannsóknir. Í...

Re: Nokkur orð

í Deiglan fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Málið er það, að ef þú færð tímabundinn leigusamning þá hegðaru fjárfestingum þínum á fastafjármunum og vinnuafli eftir því. Ef þú fengir leigusamninginn ótímabundið gæti vel verið að þú sæjir þér hag í að reisa úrvinnslustöð líka, því til lengri tíma gæti það borgað sig. Þetta myndi vera hagkvæmara fyrir alla, bæði útgerðamanninn sem og aðra landsmenn. En ef hann sér fram á að það sé möguleiki að hann missi réttinn eftir 10 ár, þá ræðst hann í minni, óhagkvæmari fjárfestingar, sem mydni...

Re: Nokkur orð

í Deiglan fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Kvótinn er ekki “núþegar” leigður. Honum var úthlutað. Ef þú lítur á veiðigjald sem einhverskonar leigugjald, þá þykir mér það skrítið leigugjald, þar sem það lækkar verulega eftir því sem rekstrarkostnaður útgerðarmannsins er meiri. Í lögunum stendur að hægt sé að afturkalla úthlutunina, en mörgum lögfræðingum finnst þetta stangast á við 72. grein stjórnarskránnar um eignaréttinn, sem er æðri réttarheimild en 1.gr fiskveiðilaganna. Þegar litið er til lögskýringa og venju, þá sé vel hægt að...

Re: Hljómsveitin Swive :-)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Lýst vel á þetta hjá ykkur.

Re: Óska eftir Korg Nano pad.

í Danstónlist fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Það er nefnilega uppselt í hljóðfærahúsinu, og þeir eru ekki að fara fá það á næstunni.

Re: Skattur á áfengi , tóbak, og bifreiðar.

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Eins gott að þú ert ekki í valdastöðu ;)

Re: Vantar hljómsveitir á Tónlistarhátíð á Eyrarbakka

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Vantar enn hljómsveitir?

Re: The Clit Commanders og Sleeping Giant á Kreppukvöldi 28 Maí

í Metall fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Hvernig tónlist spila þeir?

Re: Týndi hlekkurinn fundinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
500 get!

Re: Hagfræði vs. Viðskiptafræði og mat á ástandinu.

í Deiglan fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Sæll, Staðbundnar mælingar eru gerðar oftast nær í hverjum mánuði, svo að hverskonar life-cycle sem var hefur þá ætti það að koma fram. En fyrst við erum að tala um PLC þá má líka minnast á að það eru margir sem efast um praktíska notkun hennar. Margir segja að fyrirtæki geti ekki gert sér almennilega grein fyrir því hvar varan er staðsett á kúrvunni, auk þess sem ferill kúrvunar getur oft verið mjög óreglukennt. Að þessi 4 stig PLC, innleiðing, vöxtur, matuiry (ef ég man rétt) og svo...

Re: Hagfræði vs. Viðskiptafræði og mat á ástandinu.

í Deiglan fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Sæll :) Ég get svarað þessu fyrir þig. Sjáðu til, engin vísitala er fullkomin. Vísitalan sem við notum núna, neysluverðsvísitalan(NVV) mælir breytingar á framfærslukostnaði týpískrar fjölskyldu miðað við föst útgjaldarhlutföll. Hún er reiknuð svona: 1) Neyslu könnun er framkvæmd, kassastrimlar skoðaðir og þess háttar til að átta sig á hvað hver vara er stórt hlutfall af heildarkostnaði týpískrar fjölskyldu. 2) Verðkönnun er framkvæmd, og er hún miðuð við eitthvað grunnár (þá sjáum við...

Re: Týndi hlekkurinn fundinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Reyndar væri ágætt ef einhver sem hefur meiri þekkingu á þessu en ég gæti útskýrt þetta fyrir mér: http://www.evolution-textbook.org/content/free/figures/25_EVOW_Art/01_EVOW_CH25.jpg Samkvæmt þessu þá erum við komin af einhverju sem heitir “New-world monkeys”. Eru hægt að kalla þá apa?

Re: Týndi hlekkurinn fundinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég var nú ekkert að spá í því, eins og ég las þetta hjá honum þá tók ég því þannig að kennari hans héldi fram að þróunarkenningin væri rugl.

Re: Týndi hlekkurinn fundinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
?

Re: Týndi hlekkurinn fundinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Nei, en það væri ágætt ef þú myndir ekki vitna í það ef þú getur ekki “backað það upp” eins og gatan segir.

Re: Týndi hlekkurinn fundinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég get hinsvegar bent þér á könnuna sem bendir til neikvæðrar fylgni milli greindarvísitölu og trúfestu, þaes. því hærri greindarvísitala sem einstaklingur hefur- því ólíklegri er að hann trúi á Guð. Hér er ein af mörgum:...

Re: Týndi hlekkurinn fundinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Þetta eru frekar sterk rök hjá þér. Að vitna bara í einhverja könnun, í einhverju blaði, sem gefið var út einhverntíman verður að teljast ansi gott. Ef þessi könnun var gerð, geturu sagt okkur hvernig hamingjan, og ástin, sem átti að aukast var mæld? Því af svörum þínum að dæma, þá virðist þú ekki vera voðalega ánægður einstaklingur.

Re: Nokkur orð

í Deiglan fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Að leigja út kvótann er ekki góð hugmynd. Kerfi með framseljandlegum eignarétti á fiskveiðiheimildum er mun skilvirkara kerfi og kemur sér betur fyrir alla, ekki bara útgerðarmenn. Sjáðu til, að stunda veiðar er ekki eitthvað sem hægt er að hoppa í einn tveir og þrír. Það fylgir því mikill fastakostnaður. Þú verður að fjárfesta í skipi og ýmsum tólum og tækjum til að draga fiskinn upp úr sjónum. (hér má bæta því við, að því betri sem skipið og búnaðurinn er, því skilvirkari eru veiðarnar,...

Re: Týndi hlekkurinn fundinn

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Smá skemmtilegur útúrdúr hér: Hæð manna er breytileg eftir árferði. Ef lífskilyrði versna og haldast þannig í langan tíma þá minnkar meðalhæð mannsins, og öfugt gerist ef lífskylirði aukast. Meginskýringin er sú að gæði fæðunar og næringaefnin hafa áhrif á vöxt manna. Ef t.d. náttúruhamfarir verða til þess að lífskilyrði næstu 20 ára minnka, þá mun meðalhæð mannsins minnka líka. Fornleifafræðingar, líffræðingar og hagfræðingar nota þetta meðal annars þegar þeir eru að kanna lífskilyrði fólks...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok