Sem er vægast sagt sorglegt. Við erum að taka ábyrgð á skuld sem lagalega er ekki okkar, bara til þess eins að bjarga nokkrum ESB löndum frá gölluðu regluverki sambandsins. Það er kannski ekki hagkvæmast fyrir okkur að neita að greiða skuldina og benda á varnarþing Íslenska ríkissins ef aðilar eru ósammála um að fara dómsleiðina, en það er augljóslega hægt að fá betri samning en þennan. Alþingi ætti klárlega að hafna þessum samningi og senda nýja samninganefd út.