Ég lenti í einu slæmu um daginn. Ég var einn heima í tölvunni og svo slökknar skyndilega á henni. Ég reyni að kveikja á henni aftur en það gengur ekki. Þá fer ég að reyna að kveikja ljósið til að sjá hvort tölvan hafi dottið úr sambandi. Þá er ljósið líka bilað. Þá varð ég frekar hræddur og ýmsar leiðinlegar hugsanir byrjuðu að ásækja mig. Eftir að hafa komist að því að ekkert raftæki í herberginu mínu virkaði hljóp ég inn í húsið mitt og reyndi að kveikja ljósin, það virkaði ekki. Þá varð...