Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rhamsez
Rhamsez Notandi frá fornöld 45 ára karlmaður
784 stig
kv.

Re: Ipswich town kemur á óvart

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Það leikur enginn vafi á því að þetta er spútniklið deildarinnar það sem af er. Og ekki er verra að Hermann skuli leika með þeim, en hann er víst “brjálaður” ef marka má ummæli samherja hans.

Re: Bryan Robson REKINN ??

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Það væri þá kominn tími til. Það á að banna honum afskipti af knattspyrnu!

Re: Poolarar hvers eigum við að gjalda?

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Það eru nú svo sem engin stig farin í vaskinn ,enda engin stig í boði í UEFA keppninni, og fyrir leikinn hefðu allir poolarar verið mjög sáttir við 2-2 jafntefli. Auðvitað er maður svolítið svekktur yfir því að þeir skyldu ekki ná að halda þessu og maður bölvaði tréverkinu í hljóði eftir leikinn en 2-2 jafntefli eru engu að síður mjög góð úrslit og gott veganesti fyrir seinni leikinn. Ég er á því að Houllier hafi gert taktísk mistök undir lokin með þvi að setja McAllister inná fyrir Murphy....

Re: Eru einhverjir eftir sem halda með alvöru liðum?

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Þú mátt kalla mig glory-hunter ef þú vilt en ég held með Liverpool og hef gert síðan ég var 8 eða 9 ára (í 12 eða 13 ár), en þá sá ég leik milli Liverpool og Benfica í sjónvarpinu, tók afstöðu með Liverpool og hef haldið með þeim síðan!

Re: Fowler í fjölleikahús

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Fowler var nú ekkert að spila neitt sérstaklega illa, og í sjálfu sér Owen ekki heldur, þeir fengu bara því miður úr allt of litlu að moða. Owen fékk ekki nema eitt gott færi í leiknum, í upphafi seinni hálfleiks þegar Sullivan varði vel hálfslakt skot Owens. Sömuleiðis fékk Fowler í raun aðeins eitt færi sem hann skoraði úr. Leikur Liverpool í þessum leik einkenndist, að mér fannst, af “Kick and run” taktík þ.e. Varnarmennirnir eða miðjumennirnir dældu boltunum allt of mikið fram og...

Re: Nokkuð óvænt úrslit um helgina

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ég mun nú seint teljast með getspakari mönnum enda aldrei fengið meira en 8 rétta í getraunum. Þessi vika var hins vegar afar erfið ágiskunar og ég vissi það svo sem fyrir fram. Einu úrslitin sem komu mér virkilega á óvart voru sigur West Ham á Leeds, sigur Everton á Arsenal og sigur Tottenham á Liverpool og úrslitin sem komu mér ekkert á óvart voru sigrar ManU og Derby. Þeir leikir sem ég hef ekki talið upp gátu alltaf brugðið til beggja vona og þó úrslitin hafi ekki verið alveg eftir...

Re: Re: Owen lélegur..

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Það er enginn að efast um það. Hann átti hins vegar frekar slakan leik á móti Coventry þó svo hann hafi skapað sér fullt af færum. Framherji verður að klára færin sín ef hann á að teljast góður og Owen gerði það ekki á móti Coventry! Hins vegar kemur það fyrir bestu menn að klúðra nokkrum færum svo ég tali nú ekki um í fyrsta heila leik sem þeir spila eftir að láta sauma í sig 13 spor í hausinn! Owen á eftir að láta til sín taka og hann á eftir að enda sem markahæsti leikmaður ensku...

Re: Re: Re: Owen lélegur..

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ég held að það geti flestir verið sammála um það.

Re: Re: ísland 3

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Annaðhvort hefur þú ekki hundsvit á knattspyrnu eða þá að þú ert að spila þig ótrúlega heimskan. Crazy á að sjálfsögðu við heimslista FIFA sem gefinn er út nokkrum sinnum á ári til að bera saman styrk landsliða. ÞAð er gott að vita til þess að Ísland sé að hækka á listanum en með fullri virðingu fyrir Póllandi held ég að Ísland eigi að vera ofar en þeir á listanum og við eigum að vinna leikinn á móti þeim!

Re: Re: Byrjunarlið Englendinga gegn Ítölum.

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Uppstillingin er reyndar 5-3-1-1(þ.e. 5-3-2 með barmby aðeins fyrir aftan Heskey): James Neville-Ferdinand-Southgate Barry Parlour Beckham-Butt-Dyer Barmby Heskey

Re: Mikið um meiðsli hjá Englendingum.

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Þetta eru vissulega vonbrigði fyrir enska landsliðið og mikill missir, en það kemur maður í manns stað (þó butt sé hvergi nærri eins góður og Scholes og Gerrard) og engin ástæða fyrir Englendinga að örvænta! Ég spái því nú samt að Ítalirnir vinni þennan leik 2-0.

Re: Re: Voyager 5x02 - The Drone

í Sci-Fi fyrir 24 árum
Þessi þáttur var náttúrulega argasta snilld!

Re: Styrkur til Derby .. og ekki veitir af..

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Taribo West er með litríkari leikmönnum í boltanum í dag og það verður gaman að fylgjast með honum í næstu leikjum. Vitneskjan um að hann og O'neill séu á leiðinni til Derby virðist hafa vakið aðra leikmenn Derby til lífsins enda náðu þeir að halda hreinu gegn Arsenal á Highbury og það er nú ekki á færi allra. Það er vonandi að Derby komist aftur á það skrið sem þeir voru fyrst eftir að þeir komust upp í úrvalsdeildina, en þá voru þeir með mjög skemmtilega spilandi lið sem gaman var að horfa á.

Re: Re: Owen lélegur..

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Hvernig geturðu sagt þetta. Maðurinn tapar ekki bara hæfileikunum á einum mánuði! Owen var markahæstur þegar hann lenti í meiðslunum, búinn að skora 7 mörk. Ég man nú ekki betur en að fyrstu ár sín hjá ManU hafi andy cole þurft ca. 10 dauðafæri í leik til að ná að skora en nú er hann hetja á old trafford! Ég held að þið ættuð að leyfa Owen aðeins að komast í gang áður en þið farið að gagnrýna hann, þetta var bara einn af hans slæmu dögum en það kemur nú fyrir bestu menn að klúðra nokkrum færum!

Re: Re: Re: Re: Re: Cole meiddur..

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Cole hefur aldrei verið og verður aldrei lykilmaður í enska landsliðinu! Englendingar eiga bara einfaldlega marga betri leikmenn en Cole. Heskey, Owen og Phillips eru t.d.allir betri en Cole og verða alltaf valdir á undan honum í liðið!

Re: Re: Re: Barthez að standa sig vel..

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Manninger er bara búinn að vera meiddur, Þegar hann stígur upp úr þessum meiðslum verður Arsenal í góðum málum hvað markið varðar því Manninger er helv. góður!

Re: Re: Re: Markmenn deildarinnar

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Hvar hef ég sagt að einhver hafi ekki hundsvit á knattspyrnu? Eina kommentið sem ég hef gefið á þessa grein var að ég bað einhvern sem sagði að greinarhöfundur hefði ekki hundsvit á knattspyrnu að rökstyðja þá fullyrðingu! Ég er sjálfur bara nokkuð sammála doIh8u um einkunnagjöfina!

Re: Re: Markmenn deildarinnar

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Værirðu til í að rökstyðja þessa skoðun þína! Mér fannst þessi einkunnagjöf nú bara nokkuð góð!

Re: Re: Taylor yngir upp

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ég held nú að Martin fari beint í bæði lið um leið og hann verður heill heilsu. Robinson hefur ekki þá reynslu sem til þarf til að vera í Meistaradeildinni og Ensku úrvalsdeildinni og Martin á mikið frekar en Seaman að vera markmaður nr.1 í enska landsliðinu.

Re: Re: Re: Taylor yngir upp

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Og ég sem hélt ég hefði friðþægt ManU aðdáendur með því að vilja Sheringham frekar en Fowler í liðið!! Gary Neville er langt frá því að vera besti hægri bakvörður Englendinga og Seth Johnson er eitthvert mesta efni sem Englendingar eiga á vinstri kantinum og því mjög skiljanlegt að hann sé í lansliðinu!

Re: Leeds aftur til spánar og Ítalíu!

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Við þetta má svo bæta að Liverpool mætir grísku meisturunum í Ólympiakos í næstu umferð UEFA bikarsins, en Olympiakos datt út úr Meistaradeildinni á því að hafa lélegra markahlutfall en Lyon.

Re: A.T.R.

í Húmor fyrir 24 árum
Ááááááááiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!!!!! That has got to hurt!

Re: Markmenn í ensku deildinni

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Það var nú svo sem óþarfi að senda þetta inn tvisvar en shit happens og ég ætla ekkert að skamma þig fyrir það heldur vefstjórann sem á að sjá til þess að bara önnur greinin sé birt! Fyrst vil ég nú benda á að Manninger er meiddur og því á Arsenal í dálitlum vandræðum í markinu, en þeir ættu samt að geta verið nokkuð rólegir hvað framtíðina í markinu varðar því Manninger er mjög góður! Ég ætla sem minnst að tjá mig um markmenn lélegri liðanna í deildinni þar sem ég hef lítið séð til þeirra...

Re: Taylor yngir upp

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ég er nokkuð sáttur við þetta lið hjá Taylor en hann hefði samt mátt sleppa neville systrum, Anderton og Ball. Svo hefði hann líka alveg getað haft Sheringham í staðinn fyrir Fowler (ég er poolari og held mikið upp á Fowler), það verður bara að viðurkennast að Fowler er nýstiginn upp úr meiðslum og eina ástæðan fyrir veru hans þarna er til að koma með smá reynslu í sóknina. Sheringham er hins vegar búinn að vera að spila vel og býr yfir meiri reynslu en Fowler og þrátt fyrir að Fowler sé...

Re: Re: Liverpool komast áfram.

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Hættu þessu væli! Þessar greinar eru bara hluti af þessu. Ekki sérðu poolara væla þegar það eru sendar inn greinar um leiki ManU (og jú þær eru nokkurn veginn jafnmargar og greinar um Liverpool) eða annarra liða.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok