Fowler var nú ekkert að spila neitt sérstaklega illa, og í sjálfu sér Owen ekki heldur, þeir fengu bara því miður úr allt of litlu að moða. Owen fékk ekki nema eitt gott færi í leiknum, í upphafi seinni hálfleiks þegar Sullivan varði vel hálfslakt skot Owens. Sömuleiðis fékk Fowler í raun aðeins eitt færi sem hann skoraði úr. Leikur Liverpool í þessum leik einkenndist, að mér fannst, af “Kick and run” taktík þ.e. Varnarmennirnir eða miðjumennirnir dældu boltunum allt of mikið fram og...