Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rhamsez
Rhamsez Notandi frá fornöld 45 ára karlmaður
784 stig
kv.

Re: Re: Re: Collymore skorar fyrir Bradford!

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Markið sem Henry skoraði á móti ManU er eitt flottasta mark sem ég hef nokkurn tíman séð og er án efa flottasta mark leiktíðarinnar.

Re: Re: Re: ER Liverpool að vakna fyrst núna?

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Það á væntanlega eftir að verða frábær leikur (eins og flestir leikir þessara liða á Anfield hafa verið þó úrslitin mættu oft hafa verið önnur). Ef þeim tekst ekki að vinna ManU og Arsenal á heimavelli geta þeir nokkurn veginn gleymt titildraumnum. Ég held að það lið (af þessum þremur) sem stendur sig best í innbyrðis viðureignum eigi eftir að taka titilinn en ég verð að bíða í nokkra mánuði með að fá staðfestingu á því

Re: Owen meiddur enn og aftur

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Hvaða stælar eru þetta í þér? Hvað hefurðu á móti besta framherja á Englandi og ef þú ætlar að vera að tjá þig eitthvað um hann reyndu þá að hafa það á málefnanlegum nótum en ekki einhverja bölvaða vitleysu eins og þetta. Annars er orðið nokkuð ljóst að Liverpool liðið hefur það sem þarf til að standa í ManU og Arsenal á þessari leiktíð og vonandi að þessir síðustu leikir séu aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal!

Re: Bara 2 lið í enska

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ég held nú að þú sért að gleyma nokkrum mikilvægum atriðum: 1. Liverpool er bara 3 stigum á eftir ManU og Arsenal. 2. Liverpool er bæði búið að fara á Stamford Bridge og Highbury og þessir tveir leikir eru einu tapleikir Liverpool á leiktíðinni! Fyrirfram mátti búast við því að þessir tveir leikir töpuðust. Arsenal hefur aðeins leikið við stóru liðin á heimavelli og United hefur bara farið á Highbury. Í þessum leikjum liggur munurinn á liðunum á töflunni! Það væri gaman að fá Celtic og...

Re: Re: Meijer lánaður til Preston!

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég held reyndar að Meijer yrði nokkuð góður með liði sem spilar long ball taktík. Hann er gríðarlega vinnusamur og fer í alla bolta en hann vantar bara talsvert upp á tæknina. Hvað sem öllu líður þá á hann að minnsta kosti ekki heima í Liverpool - taktíkin þar hentar honum bara engan veginn!

Re: ER Liverpool að vakna fyrst núna?

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Vörnin er í það minnsta að vakna, þrír leikir í röð án þess að fá mark á sig. Prófraunin verður leikurinn gegn Everton, ef þeim tekst að vinna hann held ég að þeir séu komnir á skrið

Re: Besti leikmaðurinn hingað til

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Sá sem hefur staðið sig best er án efa Tim Flowers og að mínu mati hefur hann líka komið mest á óvart. Það verður að viðurkennast að enginn átti von á því að hann myndi eiga sitt besta tímabil núna, orðinn þetta gamall. Ég held það hafi nú flestir átt von á því að Sheringham myndi pota inn einu og einu marki, sem er nákvæmlega það sem hann er búinn að vera að gera. Ef Yorke hefði verið heill heilsu hefði Sheringham ekki verið í byrjunarliðinu og ég er viss um að yorke væri búin að skora mun...

Re: Leicester

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ef Taylor tekst að halda vörninni jafnlokaðri og hún hefur verið og Flowers heldur áfram að vera yfirnáttúrulega góður í markinu tekst Leicester að halda sig í 5-6 sæti. Hins vegar held ég að ef einhver lykilmanna meiðist þá eigi allt eftir að hrynja hjá þeim og þeir gætu þess vegna endað í neðri hlutanum, þeir hafa bara einfaldlega ekki nægilega breidd. Mín spá er að þeir lendi í 8 sæti.

Re: Re: Re: Man Utd með yfirburði í Ensku deildinni!!!!

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Og þú ert þá væntanlega eitt af þessum manchester fíflum sem halda ekki vatni yfir því hvað liðið þeirra sé gott og grobba sig út um allt af því að þeir unnu þrefalt hérna um árið. Svo látið þið ykkur bara hverfa í hvert skipti sem united tapar og komið með afsakanir um meiðsli og dómaraskandal o.s.frv. Það vill svo til að ég er raunsær og sé Liverpool ekki vinna titilinn í ár. Hins vegar held ég að þeir séu að byggja upp gott lið með mikla breidd sem geti gert alvarlegt tilkall til...

Re: Re: Gemsaboðorðin 10

í Húmor fyrir 24 árum, 1 mánuði
Geysp, geysp!!

Re: Re: Re: Re: Liverpool eða Leeds

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Hann gæti nú verið með klofinn persónuleika - þá væri það talsvert afrek að vera sammála sjálfum sér.

Re: Man Utd með yfirburði í Ensku deildinni!!!!

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Man U á eftir að sakna Fergie þegar hann fer og eftir brotthvarf hans eiga þeir ekki eftir að vinna titilinn. þeir eiga hins vegar eftir að gera það í ár nema eitthvað stórskemmtilegt komi fyrir. Liverpool á hins vegar eftir að dominera næsta áratuginn.

Re: Evrópumeistarar

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Eins og ég hef áður sagt þá held ég að það verði annaðhvort Lazio eða eitthvert spanjólaliðanna þriggja (Barca, Real og Valencia) sem vinna meistaradeildina. Þessi lið hafa öll það sem þarf til að vinna deildina og það er ómögulegt að spá fyrir um hvert þeirra vinnur.

Re: Liverpool eða Leeds

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég held að Liverpool myndi standa sig ágætlega í meistaradeildinni, þeir myndu alla vega komast uppúr riðlinum sínum. Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að Leeds geri það líka - þeir eru jú efstir í sínum riðli þrátt fyrir tapið stóra gegn Barcelona. Það verður samt gaman að fylgjast með Liverpool í meistaradeildinni að ári (ég tel það nokkuð öruggt að þeir nái einu af þremur efstu sætunum í deildinni) og þá fyrst verður hægt að bera saman árangur og möguleika þessara tveggja liða!

Re: Vinna Arsenal Meistaradeildina??

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Smmála síðasta ræðumanni. Það verður ekki enskt lið sem vinnur deildina. Spænsku liðin koma öll sterk til greina sem og Lazio (ekki gleyma því að það eru bara búnar tvær umferðir af deildinni á Ítalíu). Ég held samt að annaðhvort Manu eða Arsenal eigi eftir að komast í undanúrslit. Hvað varðar ykkur sem voruð að spá í úrslitin í ensku deildinni held ég að það verði hörð barátta á milli Liverpool, ManU og Arsenal. Þó ég haldi með Liverpool held ég samt sem áður að ManU hafi þetta (því miður)....

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Sheringham kemur á óvart!

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Kanski ekki 11 sinnum en allavega 10 :))

Re: George Weah farinn?

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Franska liðið Marseille er nú aftur að reyna að krækja í Weah en þeim mistókst það í sumar, þegar hann valdi að ganga til liðs við Man City. Marseille hefur gengið illa að skora að undanförnu og vilja því ólmir styrkja liðið með góðum framherja sem Weah óneitanlega er.

Re: Liverpool menn vitni að árás..

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Það er vonandi að þetta hafi ekki nein áhrif á frammistöðu þeirra í næsta leik.

Re: Emelie Heskey

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég hef alltaf haft mikla trú á Emile Heskey og hann sýndi það svo sannarlega í leiknum gegn Derby að hann er frábær sóknarmaður. Hann er gríðarlega sterkur í loftinu, getur skorað úr langskotum og svo staðsetur hann sig vel í teignum svo ekki vantar að hann sé fjölhæfur. Það er vonandi að gagnrýnisraddirnar fari nú að slökkna og að Liverpool aðdáendur fari að styðja við bakið á Heskey, hann á það skilið!

Re: George Weah farinn?

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Eftir fund með Joe Royle, knattspyrnustjóra Man City, var ákveðið að Weah væri hættur að leika fyrir liðið!

Re: Re: Leyfið Andra að fara

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Þetta var Gylfi Einarsson sem neitaði að fara til Noregs nema Fylkir fengi greitt fyrir hann og ef ég man rétt þá er hann á leið til Lilleström. Ég er sammála því að mér finnst Andri sýna KR nokkra lítilsvirðingu með því að fara frá þeim án þess að þeir fái krónu fyrir hann. Fyrir það fyrsta gæti Andri farið til mun betra liðs en Salzburg og þar af leiðandi gæti KR fengið töluverða upphæð fyrir hann sem þeir ættu skilið fyrir aðstoðina við Andra á meðan hann var meiddur.

Re: Yfirburðir

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég held að þú ættir að skipta um uppsprettu upplýsinga sem þú færð úr ensku deildinni. Fyrir það fyrsta fór leikur Derby og Liverpool 0-4 en ekki 0-3, svo liggur mér líka forvitni á að vita hvernig þér dettur í hug að segja að Owen sé útbrunninn þegar hann er aðeins tvítugur og ofmetinn þegar hann er markahæstur í deildinni.

Re: Guðmundur á leið frá KR?

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ekkert nema gott um það að segja ef gummi fer frá KR. Niður með KR - Áfram Fylki

Re: Enn ein

í Vélbúnaður fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég gef nú bara skít í BT. Ekkert sem kemur frá þeim virkar (eða svona hérumbil). Annars er það nú þannig að viljirðu að eitthvað sé gert almennilega skaltu bara gera það sjálfur. Fyrir u.þ.b. ári síðan keypti ég mér nýja tölvu og ég sá það hreinlega að ef ég vildi hafa hana almennilega þá varð ég bara að setja hana saman sjálfur (svona í megindráttum). Ég mæli með því að þeir sem ætli að kaupa sér nýja tölvu, velji þá hluti sem þeir vilji hafa í henni og láti svo fagmann um að setja hana...

Re: Ítalir unnu aftur í undankeppni HM skoðunarkönnun

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Francesco Toldo!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok