Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rhamsez
Rhamsez Notandi frá fornöld 45 ára karlmaður
784 stig
kv.

Re: Re: 26 sekúndur!

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ef ég man rétt þá gerði óli “súpersub” sólskin bara fjögur mörk í þessum leik en ég ætla ekkert að taka það af honum að það var frábær árangur! Ég er á því að hann eigi það skilið að vera oftar í byrjunarliði ManU!

Re: Re: Re: 26 sekúndur!

í Knattspyrna fyrir 24 árum
ManU hefur nú ekki enn unnið leik á útivelli í CL svo ég myndi nú ekkert vera að hrósa þeim neitt sérstaklega mikið. Auk þess var ég ekki að hrósa Liverpool fyrir leikinn gegn Liberec sem var ekkert sérstaklega vel leikinn af þeirra hálfu, heldur var ég að hrósa Owen fyrir þessa góðu innkomu í liðið. Það kemur ekki hver sem er inná í evrópuleik og skorar eftir aðeins 26 sekúndur!

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Re: Besti Framherji deildarinnar

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Þakka þér fyrir að svara fyrir mig, að sjálfsögðu átti ég við að arsenal hefði grætt tvö stig á því að vinna leikina í staðinn fyrir að gera jafntefli og 3x2= 6!! Hins vegar er það rétt að Henry átti ekki heiðurinn að markinu gegn Boro sem hann skoraði úr víti en ég fullyrði að enginn annar en Henry hefði getað skorað markið sem hann skoraði gegn ManU og mér skilst að hann hafi einnig átt markið sjálfur sem hann skoraði gegn Villa. Þannig að í heild hefur Henry kanski ekki náð í nema 4 stig...

Re: Re: Re: Re: Besti Framherji deildarinnar

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Sorrý, breytingar á síðustu stundu - smá mistök! Átti að vera: Arsenal er búið að vinna 3 leiki 1-0 þar sem Henry skoraði sigurmarkið svo hann er alla vega búin að bjarga 6 stigum upp á sitt einsdæmi!

Re: Re: Re: Besti Framherji deildarinnar

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Arsenal sé ekki búið að vinna 3 leiki 1-0 þar sem Henry skoraði sigurmarkið svo hann er alla vega búin að bjarga 6 stigum upp á sitt einsdæmi!

Re: Re: Re: Re: Besti miðjumaður deildarinnar

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Það er nú nokkuð augljóst að þú ert, eins og ég, Liverpool fan, en við skulum nú reyna að víkka sjóndeildarhringinn aðeins! Vladimir Smicer er langt frá því að vera með bestu miðjumönnum deildarinnar, hann hefur í það minnsta ekki sýnt það síðan hann kom til Liverpool fyrir 18 mánuðum! Annars finnst mér 10 bestu miðjumenn deildarinnar í dag vera: Giggs, Beckham, Keane, Scholes, Berger, Hamann, Gerrard, Kewell, Bowyer og Vieira.

Re: Besti Framherji deildarinnar

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Þessi listi er nokkuð góður svo langt sem hann nær! Ég verð reyndar að gagnrýna val þitt á Teddy Sheringham sem mér finnst ekki vera á meðal bestu framherja á Englandi! Í listann vantar svo Hasselbaink sem án efa á heima á listanum. Hann er markaskorari af guðs náð og hefur margoft sýnt það og sannað. Síðan vantar líka á listan björtustu von Englands þ.e.a.s. Michael Owen sem án efa væri á þessum lista þínum ef hann hefði ekki verið frá síðustu 5 leiki vegna höfuðmeiðsla, 7 mörk í 4 leikjum...

Re: Re: Tveir stjórar foknir

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Sammála, Jim smith fær tvo leiki í viðbót til að rétta úr kútnum og ef honum tekst ekki að stýra liðinu til sigurs í öðrum hvorum verður hann látinn fara!

Re: Re: Re: Man Utd eða Arsenal...

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Liverpool er líka bara búið að keppa við toppliðin á útivelli. ManU er búið að vinna Leeds og gera jafntefli við Chelsea heima og tapa fyrir Arsenal úti. Arsenal er búið að vinna ManU og Liverpool heima, Chelsea er búið að vinna Liverpool heima og gera jafntefli við ManU úti, Leeds er búið að vinna Liverpool heima og tapa fyrir ManU úti og Liverpool er búið að tapa fyrir Arsenal, Chelsea og Leeds úti. Þessir leikir hafa allir nema einn unnist á heimavelli. Liverpool á bara enn eftir að keppa...

Re: Re: 4 ensk lið í meistaradeildina

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Hvers vegna? Liverpool og Arsenal eiga bæði eftir að enda í einu af þremur efstu sætunum í deildinni og því skiptir þetta þá engu máli. Þetta kæmi sér hins vegar vel fyrir Leeds og því leggja þeir allt kapp við að ná stigi í Mílanó í kvöld! Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég mun aldrei leggjast svo lágt að styðja ManU í neinum leik!

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Tímamismunur á plánetum?

í Geimvísindi fyrir 24 árum
Jesú var reyndar til og búið að sanna það, hann fæddist meira að segja árið 3 fyrir krist! Hins vegar verður að teljast ólíklegt að hann hafi gert öll þessi kraftaverk sem hann er sagður hafa gert.

Re: Re: Re: Hugleiðing um að dáendur.........

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Hættu að væla yfir þessari grein sem þú fékkst ekki samþykkta og sendu hana á korkinn. Þá getum við hinir lesið hana og dæmt um ágæti hennar!

Re: 4 ensk lið í meistaradeildina

í Knattspyrna fyrir 24 árum
England er fyrir ofan Frakkland núna! Ef ManU og Leeds komast áfram hækkar England upp fyrir Þýskaland á styrkleikalistanum í þriðja sætið á eftir Spáni og Ítalíu og þar af leiðandi fara þá fjögur ensk lið í CL að ári en þá í staðin bara þrjú þýsk! Frakkar eru talsvert fyrir neðan England og eiga engan möguleika á að hækka sig upp um sæti!

Re: Eiður til Man City?

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ég held að Claudio Raneiri eigi frekar eftir að selja Flo heldur en Eið Smára en skv. Teamtalk er Flo ofarlega á óskalista Joe Royle. Eiður Smári hefur nú ekki fengið mörg tækifæri með Chelsea en í eina leiknum (held ég) sem hann hefur fengið að byrja inná (gegn Liverpool) var hann valinn maður leiksins af áhangendum Chelsea. Bæði Vialli og Raneiri lýstu því yfir að Eiður kæmi líklega til með að spila lítið á þessu tímabili en að litið væri á hann sem lykilmann framtíðarinnar hjá liðinu svo...

Re: Boltinn rúllar................

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ríkharður á án efa eftir að hjálpa Stoke mikið í 2.deildinni og ég held að Guðjón sé loks á réttri leið með liðið eftir brösótt gengi í upphafi leiktíðar. Stoke City á eftir að spila í 1. deild að ári, það er engin spurning um það en að Arsenal vinni ensku deildina….. við spyrjum að leikslokum!

Re: Nýr Highbury

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Nú ætti Arsenal að fara að verða samkeppnishæft við ManU hvað fjármál varðar og ættu því að geta styrkt leikmannahóp sinn með góðum mönnum. Vonandi sjá nú yfirvöld í Liverpool að sér og leyfa Liverpool Fc að byggja nýjan 70.000 manna völl í Stanley Park.

Re: Hugleiðing um að dáendur.........

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Það sem mér hefur fundist einkenna umræðurnar hérna er þetta fáránlega skítkast á stuðningsmenn annarra liða! Í hvert skipti sem einhver Liverpool aðdáandinn sendir inn grein um ágæti Liverpool svarar einhver ManU aðdáandinn með skítkasti á liðið og stuðningsmenn án nokkurs rökstuðnings. Þetta á líka við um stuðningsmenn Liverpool og Arsenal sem oft virðast vera engu skárri hvað skítkast varðar, því miður! Ég hef ekki tekið eftir þessu hjá áhangendum annarra liða en þeir virðast líka vera...

Re: eru Arsenal bestir eða hvað

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Hvar er quality control-ið? Hvernig er hægt að samþykkja svona vitleysu sem grein? Ég er nú ekki mikið fyrir að gagnrýna greinar en þessi er náttúrulega alveg út í hött!

Re: Man Utd eða Arsenal...

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Mér sýnist ManU og Arsenal vera einu liðin í deildinni (því miður) sem hafa þann stöðugleika sem þarf til að vinna deildina. Og nú þegar Patric Berger er úr leik það sem eftir er tímabilsins held ég að Liverpool eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar (ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér) og líkt og á síðasta tímabili kemur baráttan um þriðja sætið til með að vera á milli þeirra og Leedsara, sem eru með of langan meiðslalista til að geta gert alvarlegt tilkall til sigurs í deildinni...

Re: Skemmtilegasti leikur deildarinnar

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Þessi leikur var frábær skemmtun fyrir hvern þann sem einhvern minnsta áhuga hefur á knattspyrnu og frábær auglýsing fyrir enska boltann í heild. Úrslitin hefðu þó mátt vera önnur (þ.e.a.s. Liverpool hefði alveg mátt vinna!) en Liverpool heldur því miður áfram að tapa gegn “stóru” liðunum á útivelli (þegar búnir að tapa fyrir Chelsea og Arsenal á útivelli) og eini möguleikinn sem eftir á stigi eða stigum í útileikjum gegn “stóru” liðunum er nú á Gömlu tröð (a.k.a. Old Trafford) en til þess...

Re: Re: Skoðanakönnun!

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Einhver sagðist halda með Tottenham og ég þykist vita að hann er ekki sá eini (ég þekki tvo), þannig að það mætti bæta þeim við. Að öðru leyti sýnist mér listinn nokkuð góður og ná yfir öll stærstu og vinsælustu liðin. Svo má alveg hafa sér valmöguleika fyrir þá sem enga skoðun hafa en finnst þeir endilega þurfa á stigunum að halda (hefur td. verið gert í Star-Trek áhugamálinu).

Re: Manchester United eru Bestir

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ég vil nú bara benda þér á að frá því 24. september er búið að skrifa jafnmargar greinar tengdar Liverpool og ManU, svo hættu að kvarta!

Re: Re: Grönkjær til Chelsea !!

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ég veit nú ekki hvort það er raunhæft fyrir Chelsea að gera sér vonir um eitt af þremur efstu sætunum í deildinni, fyrst verða þeir að losa sig við útileikjadrauginn sem hefur elt þá í byrjun leiktíðar. Það væri samt gaman að sjá 4 lið berjast um 3 sæti í meistaradeild og draumurinn væri náttúrulega ef ManU enduðu nr.4. Það á hins vegar ekki eftir að gerast og því miður fyrir Chelsea aðdáendur sé ég þeirra hlutskipti verða 4. sætið í vor á eftir Liverpool, Arsenal og ManU. Hver röðin í 3...

Re: Re: Íslendingar gera það gott í Evrópu!

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ríkharður kom bara einu sinni við boltann í öllum leiknum (enda spilaði hann bara síðustu 3 mínúturnar) og það var nóg til að tryggja Stoke sigur. Ég held samt að Sigurganga Guðjóns Þórðarsonar verði rofin þegar Stoke mætir Liverpool í næstu umferð!

Re: Re: Liverpool vinnur, vinnur og vinnur

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Þú sást greinilega ekki leikinn gegn Chelsea í gær og þú hefur greinilega byrjað að fylgjast með enska boltanum fyrir ekki lengra en 2 árum síðan. Annars hefðirðu aldrei látið þessi orð um Fowler falla. Markið sem hann skoraði í gær var eins langt frá því að vera pot mark og hægt er, og í gegnum ferilinn hjá honum hafa í mesta lagi ca. 40 - 50% markanna hans verið pot mörk en þannig er það jú líka hjá flestum góðum framherjum!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok