Jamm, afskaplega góð mynd, þannig séð, en ég varð samt fyrir miklum VONBRIGÐUM, því ég var búin að lesa bókina eftir Stephen King og ég verð að segja að myndin er frekar mikið öðruvísi. Tvíburastelpurnar, blóðið sem flæðir um gangana og lokaatriðið í (þiðvitiðhverju) var nonexistent í bókinni. Myndin hefði síst orðið verri þótt hún væri aðeins tryggari upprunalega söguþræðinum. Baðherbergisatriðið t.d. fannst mér mun magnaðra í bókinni, þorði varla á klóstið á kvöldin í marga mánuði eftir á...