Ég var svo heppin að berja Jónas Svafár augum og eyrum á barnsaldri og get auðveldlega sett mig í samband við fólk sem þekkti hann. Til gamans get ég sagt þér eina sögu af honum: Kona ein í höfuðborginni sem lítið þekkti til ljóðlistar en var ákaflega upptekin af því að vera INNI í allri menningu spurði eitt sinn hvers vegna hann væri kallaður “Svafár”, henni var sagt að Jónas hefði einu sinni sem oftar farið á fyllerí en drukkið svo ótæpilega að hann hefði sofið í heilt ár. Konan trúði...