Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rebekka
Rebekka Notandi frá fornöld 50 ára kvenmaður
1.244 stig
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.

Re: andspænis heimnum

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Varstu í bíó?

Re: Eva

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Öldungis ósammála síðasta ræðumanni, sleppa síðustu tveimur erindunum, þau eyðileggja ljóðið. Án þeirra er þetta bara hið besta ástarljóð og bólstraði klefinn er bara helvíti góður. Síðustu erindin draga ljóðið niður á síðrómantískt tregaógeðsplan eins og mönnum hættir til að falla á hér á Huga. Lubbi er ekki tregahóra, nei aldeilis ekki. Það er líka svo flottur stígandi, Eva, kæra Eva, mín Eva, elsku Eva….Allir elska Evu!

Re: Ökuferðin með Palla og Stínu

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þú ert kaldur…

Re: Stjörnur

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Takk

Re: Sokkinn

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Algerlega sammála hinum hvað varðar endirinn og einnig að skipta út hafinu fyrir hyldýpi. Þetta er frábært hjá þér í annan stað.

Re: ský

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er barasta drullufyndið, sorrý ég hef aldrei verið mjög hátíðleg en þegar ég sé eitthvað sem er í alvörunni búið að hugsa pínulítið eins og 1.april. þá finnst mér það bara allt í lagi.

Re: Ef...

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ef við værum í íslenskutíma og þetta ljóð væri eftir Þórarinn Eldjárn hefði einhver skrifað: Fuglar merkja frelsi. Hann hefur augljóslega verið sviptur frelsi sínu og það sennilega tilfinningalega þar sem honum er að blæða út. Það er tengingin við hjartasárið. Hans brotnu vængir merkja áður háleit markmið hans sem nú eru orðin að engu. Reynum nú að sýna smá umburðarlyndi, hmmmm.

Re: ský

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er svona í minnsta lagi, lestu ljóðið hennar Solufegri um skýin og hugsaðu betur um það sem skýin geta staðið fyrir.

Re: herbergið..

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég las einusinni smásögu um svona herbergi sem ekki mátti opna, en þér að segja þá var sú saga enganveginn eins góð og ljóðið þitt. Mér finnst þú vera að vaxa og dafna vel og málfræðin hefur tekið stökkbreytingu síðan ég kom fyrst á Huga. Það er alveg á hreinu að í þér býr heilmikið skáld og aðdáunarvert hversu staðfastur þú ert í að gera vel. Metnaður þinn og frumleiki ættu að vera öðrum hugaskáldum til eftirbreytni.

Re: Að lokum

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta fjallar álíka mikið um ást og smjörlíki, lestu það aftur…

Re: mæ fílings

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er þrusugott, skemmtilegar vísanir.

Re: ótitlað

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Töff, ljóðið gæti heitið “Fabla” það væri soltið kúl :)

Re: ÖRÆFIN KALLA.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Aldrei kom á Eyjabakka nokkur maður löngum Nú þar furðufuglar flakka og fjandans skemmta öngum. 62% fylgjandi !

Re: Komdu nú að kveðast á !

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ruglumkolli rauðum á raular Sólufegri. Flengireið nú skal hún fá fjandans ógurlegri. Flengireið nú skal hún fá fjandans ógurlegri Út á hlið og beint á ská æpir graður negri. (Þessi seinni hending er dæmi um fullkomlega ófínan kveðskap og reglulega dæmigerður fyrir íslenskan alþýðuskáldskap, hehehe)

Re: smá svona hugsun!

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Að sjálfsögðu eiga allir að sitja við sama borð þegar kemur að vali á því sem er sett hér inn, enda held ég að svo sé. Hitt er annað að ef börn og unglingar eru illa máli farin og hafa enn ekki náð lágmarkstökum á íslenskri tungu ættu þau að biðja mömmu eða pabba, jafnvel kennara að fara yfir ljóðin sín fyrst svo að þeir sem eiga að lesa þau hér á Huga geti notið þeirra (í sumum tilfellum skilið þau). Lifðu í lukku en ekki í krukku!

Re: Dóttir .

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Óskaplega fallegt ljóð, funheitar tilfinningar settar í fágaðan texta. Gengur 100% upp. GO GO GO:}

Re: Sarsauki

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Flott mynd.

Re: óðurinn til væmninar.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Stig til þín…

Re: Barnadauði.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þú ert að vaxa og blómstra, þetta er gargandi snilld :)

Re: Hvít rós...

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fallegt, mjög tilfinningaríkt án þess að vera væmið. Svolítið stökk á milli 2 og 3 erindis en allt í lagi.

Re: Nafnleysa

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ekki efnislega, bara vinna það uppá nýtt, þá ertu með brilljant ljóð…:)

Re: Nafnleysa

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Gerðu nýja upphafsvísu hinar eru myljandi góðar…

Re: Hlíðin

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta minnir á gömlu mjaltastúlku-vísurnar. Falleg saga um sorgir og ástir í einföldu kvæði. Blátt áfram yndislegt. Nákvæmlega svona yrkir maður til alþýðunnar og svo þarf bara að gera lag svo maður geti sönglað með…

Re: Styrkur

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þulukennd tilraun, ekki bagalegt en eins og aðrir hafa bent þér á er rím “þannigséð” vandmeðfarið. Hinsvegar eru engin lög sem kveða á um að öll rímuð ljóð verði að hafa stuðla og höfuðstafi og millirím sé bara fyrir höfuðskáld. Mundu bara að hækjur eins og rím og önnur bragfræðitrix eru fyrst og fremst til þess að auka á fegurð og form ljóða og ef þau þjóna ekki þeim tilgangi er betra að sleppa þeim alveg.

Re: Rigning

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er mun náttúrulegra að renna saman við sinn eigin skít en við head&sholders ekki satt….Þannig var það í fortíðinni og í nútíðinni drepast flestir úr skít og hvað framtíðin ber í skauti sér verður gaman að sjá…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok