Ég er ekkert sérstaklega viðkvæm fyrir stafsetninga og málfræðivillum ef menn eru að gera sitt allra besta og stefna að því að verða betri, metnaðarleysi er óþolandi. Kyy er uppfullur af gargandi snilld, eys reglulega boðskap og allskonar menningarlegu fíniríi yfir okkur hér á Huga en mætti kaupa sér stafsetningarorðabók og læra á hana. Hvað varðar þetta ljóð hér að ofan þá er hann samur við sig, ljóðið er hið frambærilegasta en svolítið hroðvirknislega unnið.