Rétt eins og myndefni getur aldrei staðið eitt og sér, getur innihald ljóðs ekki staðið eitt og sér. Framsetning ljóðsins, orðin sem við veljum þeim og sá búningur sem við klæðum orðin í eru listform og rétt eins og í annari listsköpun getur verið erfitt að finna nákvæmlega það rétta. Til dæmis að gera ferskeytlu sem inniheldur bara orð sem þjóna ákveðinni hugmynd, er afskaplega erfitt. Þó lifa þær hvað lengst í hugum manna og hafa víðtæk áhrif. Annars er þetta fallegt og vel ort ljóð hjá Lubba :)