Takk lemiux, já það virðist vera raunin. Hann fær auðvitað aldrei að skipta aftur í Titleist með góðu. Vonandi ná Nike að bæta úr þessu en ég er hræddur um að þeir verði einu skrefi á eftir Titleist næstu árin a.m.k. Það er mikil umræða um þetta núna og gaman að sjá hvað gerist. Varðandi TW, ég held að þetta trufli hann og fari í taugarnar á honum. Lengdin er ekki allt en ef spilari veit að hann gæti verið 20 metrum lengri þá hlýtur það að hafa áhrif út á velli, sérstaklega sálfræðilega…