Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Pipppi
Pipppi Notandi frá fornöld 94 stig

Re: Viðbrögð við stríðsæsingamönnum

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég er sammála því að láta þessa bubba okkar finna til tevatnsins ef þeir fara að styðja þennan stríðsrekstur. Nógu oft eru þeir búnir að verða okkur til skammar með því að styðja allan djöfulgang sem BNA-menn finna upp á.

Re: Innrásin í Írak 2003

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fjandi gott hjá þér bara Nifli, þótt fljótaskrift sé. Þegar talað er um olíuna í írak, og að BNA menn séu á höttunum eftir henni, þá er það ekki peningalegt verðmæti hennar sem þeir sækjast eftir. Það er örugg uppspretta olíu sem þá vantar. Hingað til hafa þeir treyst á Sáda og kúveita, og nýlega farið að reyna að ná í olíu utan þessa svæðis, sér í lagi frá Nígeríu og Venezúela. Bæði þessi lönd ramba á barmi borgarastyrjaldar, og auk þess klæjar BNA menn í lófana að umturna öllu í...

Re: Innrásin í Írak 2003

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Bull og kjaftæði.

Re: Innrásin í Írak 2003

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Biko: Ekki að ég sé ósammála þér, en kannski við ættum ekki að draga palestínumálið inn í þennan þráð (meira en orðið er), þú veist hvað gerist ALLTAF þegar þau mál ber á góma. M'kay?:)

Re: Innrásin í Írak 2003

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er tómt rugl og ímyndun hjá þér. Hvaða fjölmiðla er ég vanur að vitna í eiginlega? Ég les BBC á hverjum degi ef þig langar að vita það. Ef þú ert að saka mig um að vitna í blaðagreinar þegar það er máli mínu til framdráttar, tja, þá er ég greinilega sekur. Gerir þú það kannski ekki?

Re: Innrásin í Írak 2003

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ekki veit ég hvaða dylgjur þú ert að setja fram nákvæmlega, en þetta stenst auðvitað engan veginn að um brot á afvopnunarályktuninni sé að ræða, þar sem ekki er verið að framfylgja neinni ályktun með þessu yfirflugi. BNA menn reyndu eitthvað að halda því fram en þora ekki að leggja það fyrir öryggisráðið, því það yrði hlegið að þeim þar. http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/middle_east/24 92413.stm “UN Secretary-General Kofi Annan says Iraqi attacks on allied planes in no-fly zones do not...

Re: Innrásin í Írak 2003

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er kominn tími til að leiðrétta þennan misskilning. Það stendur ekkert um flugbannsvæðin í vopnahlésskilsmálunum. Engin ályktun öryggisráðsins kveður beinlínis á um þau. Réttlætingu má finna í því tímabundna ástandi sem ríkti í írak vorið 1991 og sbr. eldri ályktanir öryggisráðsins: http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/mid dle_east/2490361.stm Í dag er yfirflug breta og BNA manna gjörsamlega ólöglegt. Írakar eru í fullum rétti að skjóta á flugvélar sem rjúfa lofthelgi landsins, og allt tjón...

Re: Innrásin í Írak 2003

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Dæmigerð átylla fyrir það sem stríðsæsingamenn velja sér. Það er líka bæði sannað og á allra vitorði að ísraelsmenn eyðileggja heimili þess ógæfusama fólks sem missir syni sína á þennan hátt. Það gefur hverjum sem er rétt til að greiða bætur fyrir þessi eignaspjöll.

Re: Fátækt á Íslandi.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ekki kemur það nú nógu vel út. Segjum að þeir sem eru hjálparþurfi vanti 100 kr. Svo lenda 90 kr hjá einhverjum öðrum og eftir verða bara 10 kr og þeir þurfandi svelta. Eða þá að við gætum reitt fram 1000 kr og gefið 900 kr til annarra. Þá kostar aðstoðin bara margfalt meira en hún þarf að kosta, og það kemur niður á öllu þjóðfélaginu í aukinni skattbyrði með tilheyrandi minni afköstum og minnkandi skattstofni.

Re: Fátækt á Íslandi.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Við erum ekki alltaf á sama máli en þetta er ágæt grein hjá þér núna:) Hvernig er best að koma að þeirri þversögn sem tekjutenging er? Ef hún er felld niður rennur stærstur hluti félagslegrar aðstoðar til þeirra sem ekki þurfa á henni að halda, en með tekjutengingu myndast fátæktargildrur sem fólk sleppur ekki úr. Skítur skeður…

Re: Innrásin í Írak 2003

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Margir eru nú auðtrúa heimskingjarnir í heiminum, og þeir opinbera sig margir sem trúa því að BNA menn og skoffínið þeirra á bretalandi hafi göfug markmið með því að ráðast á Írak. Fyrst átti að reyna að bendla Saddam Hussein við hryðjuverkastarfsemi, en það hefur gjörsamlega mistekist. Þegar sýnt var að ekkert haldbært væri að hafa í því var dregið fram þetta með gereyðingarvopnin. En allan tímann hafa þeir BNA menn sagt meðfram að þeir ætli í stríð við Saddam hvort sem hann á þessi vopn...

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þú ert lygari. Þú heldur því fram að Ingibjörg hafi svikið eitthvað sem hún hefur lofað, en getur ekki bent á hvað það er. Þú ert lygari.

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Og hvað með það að hún hafi verið fyrir fleiri en einn flokk? Þú talaðir um “leiðtoga að lofa kjósendum sínum að vinna fyrir þá fyrir kjördag, en svíkja það daginn eftir,” Var það ekki þetta sem Davíð gerði? Svo spurði ég um það hvað Ingibjörg væri að svíkja. Við erum búin að taka þessa umræðu áður, og þar gat enginn leitt í ljós loforð sem Ingibjörg er búin að svíkja. Hvað er hún að svíkja, og hlífðu mér við dylgjum þeim sem þú ert búin að setja fram hér, ég bið um eitthvað tiltekið.

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
gmaria: Svo ég hnýti aðeins við þetta, þá veit ég ekki betur en Davíð hafi gert nákvæmlega það sama og Ingibjörg: http://www.althingi.is/altext/thingm/1701 487469.html?knt=1701487469 “Borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Skip. 30. apríl 1991 forsætisráðherra, lausn 18. apríl 1995…” Hann bauð sig sem sagt fram í borgarstjórnarkosningunum 1990, hélt áfram sem borgarstjóri en bauð sig síðan fram til alþingis strax vorið eftir.

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Svíkja hvað? Var Davíð Oddsson að svíkja kjósendur þegar hann gerðist forsætisráðherra í fyrsta skipti?

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
gmaria: Hvernig væri að bera einhverjar tilteknar ásakanir upp á hana Ingibjörgu frekar en að fara út um víðan völl með dylgjur?

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ef þú heldur að reynsla sé það eina sem skiptir máli í stjórnmálum, þá hefurðu nú ekki mikið vit á þeim. Auk þess hefur Ingibjörg svipað mikla reynslu af stjórnmálum og þessar konur, fyrir utan Jóhönnu. Ætlarðu að segja mér það í fúlustu alvöru að einhver af þessum þremur myndi fá jafn mikið fylgi í kosningum og Ingibjörg?

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
gmaria: Þetta er nú frekar fjarstæðukennt hjá þér. Margrét Frímannsdóttir er einstaklega atkvæðalítill stjórnmálamaður, hún rétt marði það að halda 1. sætinu á suðurlandi gegn Lúlla Björgvins (!). Svipað má segja um Rannveigu Guðmunds, hún ekki kemst upp fyrir Guðmund Árna, sem er bæði siðleysingi og andleg eyðimörk. Jóhanna Sigurðardóttir hefur geysilegan siðferðisstyrk og persónufylgi í samræmi við það, en hún er svo einþykk að það eru allir búnir að gefast upp á því að vinna með henni....

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
gmaria: Ég held ég geti nokkurn veginn giskað á hvaða tvær konur þú ert með í huga (byrja kannski á B og J). ÞAÐ er fjarstæðukennt að ætla að þær standi Ingibjörgu jafnfætis stjórnmálalega séð.

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég held að þú ættir alveg að hætta að saka annað fólk um útúrsnúninga því þú hefur engin efni á því, amk ekki án þess að benda á útúrsnúninginn eins og þú ert oft búin að gera hér. Eftirfarandi er það sem ég kallaði orð rifin úr samhengi: “…það kom í DV (nánar tiltekið leiðara DV að mig minnir daginn eftir yfirlýsingu hennar og Össurar) að Ingibjörg hefði notað orðið ”Fullyrði“ þegar hún sagði að hún færi ekki í framboð. ” Segðu mér nú, hvar er nú samhengið í þessu (ef þú varst ekki að snúa út úr).

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Orð slitin úr samhengi duga því miður ekki til að skera úr um hvort um loforð er að ræða eða ekki.

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég held að þú ættir að tala varlega um útúrsnúninga miðað við síðasta pistil þinn. Ingibjörg er ekkert að fara í framboð “gegn sínum flokki”, ef það er ekki útúrsnúningur þá veit ég ekki hvað er það. Í fyrsta lagi er R-listinn ekki í framboði til alþingis. Í öðru lagi er R-listinn ekki stjórnmálaflokkur, hann er kosningabandalag. Auðvitað getur enginn verið borgarstjóri og forsætisráðherra samtímis, ekki einu sinni Davíð gat það. Að vera þingmaður og borgarstjóri, það er ólíklegt að það sé...

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég fylgdist vandlega með kosningunum og ég varð aldrei var við að Ingibjörg lofaði að fara ekki í alþingisframboð. Hún sagði hins vegar margoft að hún stefndi ekki að því. Þegar Björn Bjarnason fv. menntamálaráðherra bauð sig fram gegn samstarfsmönnum sínum varð ekki uppi mikill fótur og fit. Það var ekki rokið upp og hótað stjórnarslitum. Ég sé ekkert athugavert við það sem Ingibjörg er að gera núna.

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Laufa: Ég er búinn að svara þessu, en ég skal endurtaka það til að gera þér til geðs. Ef Ingibjörg hefði sagt “Ég mun ekki fara í framboð” þá væri það loforð. Það sem hún sagði var "Ég hef ekki í hyggju [núna] að fara í framboð". Það er ekki loforð um framtíðina. Skilurðu muninn á þessu tvennu?

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Laufa: Ég er ekki að snúa út úr neinu góða mín, ég er eingöngu að fara fram á nákvæmni og rökfestu. Ingibjörg hefur aldrei lofað kjósendum því að bjóða sig ekki fram til alþingis, og þið sem eruð að saka hana um að svíkja þessi ímynduðu loforð ykkar hafið ekkert máli ykkar til stuðnings.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok