Umræðan um kvótakerfið er því miður oftast á frekar barnalegum nótum. Þeir sem eru á móti kvótakerfinu sjá yfirleitt bara eitt sjónarmið, (svokallað) réttlætissjónarmið, sem er mjög ídealíserað og hefur lítið samhengi við raunveruleikann, svona eitthvað sem hippar myndu aðhyllast. Þeir sjá sjaldnast nein arðsemis- eða hagkvæmnisjónarmið, virðast ekki kunna skil á almennustu hagfræði, fyrirtækjarekstri eða viðskiptaumhverfi. Sér í lagi virðist fólk almennt óupplýst um þýðingu og gagn...