Ég þakka svörin, gunnarbond. Engu að síður er ég enn nokkuð ráðvilltur. Ég sé alls ekki hvernig þetta kerfi ætti að laða að nýliða. Mér segir svo hugur um að þeir sem hafa mesta fjármagnið á bak við sig, bankar og stóru útgerðarfyrirtækin, muni kaupa upp mestallar veiðiheimildirnar, að lang mestu leyti aðilar sem eru staðsettir í Reykjavík. Af hverju ætti verðið að verða lægra en það er í dag? Svo ætlarðu nýliðanum sem er að byrja, að borga ekki eingöngu verð heimildarinnar, heldur líka...