Svo þú heldur að Frakkar séu á móti stríði í Írak vegna þess að það sé engin skynsemi né rökhugsun á bak við það stríð. Fyrirgefðu, en það hvarflar ekki eitt augnablik að mér að það sé eina skýringin. Að mínu áliti þá er MIKLU líklegri sú skýring að þeir óttast að allir samningar sem þeir hafa gert við Saddam, um olíuvinnslu, tæki, tól og tækni til slíkrar vinnslu, vegi MUN þyngra, en heilbrigð skynsemi og rökhugsun. Þessir samningar munu tryggja Frökkum yfirburðastöðu innan Íraks í...