Þarna ertu líka að gera mistökin með að halda að RGB sé eitthvað raunverulegt kerfi. Grænn (G í RGB eins og þú líklega veist) er ekki frumlitur, og skekkir þarmeð þetta kerfi, þó það nýtist ágætlega í tölvum. Marktæka framsetningin á þessu er með þessum litahring sem ég og Shitler erum búnir að vera að linka á hérna. Hann er ekki útfrá RGB, heldur frumlitunum þremur, gulum, rauðum og bláum, og sýnir hvernig þeir blandast og tengjast innbyrðis í litahringinn.