Viðbeinin, eyrun, litlu hrukkurnar í kringum munninn og útfrá augunum þegar þær brosa, línurnar sitthvorumegin við magavöðvana þegar þær liggja, sveigjan neðst á hryggnum, hvernig þær lykta alltaf vel. Og ekki sakar ef þær kunna að þræða og nota 35mm filmuvél. Get ekki sagt að ég sé í sambandi með einhverri svona, en ég hef fengið að kynnast þeim nokkrum (sumar kunnu reyndar ekkert á 35mm vélar) og hef notið þess.