Já blessaður vertu, hef alveg fengið minn skerf líka. Það er bara engin ástæða til að velta í fyrstu vindhviðu, en það er full ástæða til að endurskoða og endurmeta hlutina og læra hvað það er hægt að hafa það gott í lífinu. Ég á ömmu sem hefur svo aldeilis fengið að vaða skít í gegnum lífið, og hún er lífsglaðasta og bjartsýnasta manneskja sem ég þekki. Hún er að kljást við parkinsons og er bara að taka það nokkuð vel með réttu hugarfari og andlegum styrk. Það er alveg innblástur að hanga...