Það hentar ekki öllum ;-) Sumar þurfa að halda að lífið hafi rosalega mikinn tilgang og þegar þeir drepast verði þeir að hafa eignast einbýlishús, jeppa, 3 börn og 9 barnabörn og fjölskyldumyndir á veggnum. Það er líka bara hið besta mál ef það hjálpar þeim að komast í gegnum lífið. Ég held að það væri gagnlegra að fá fólk frekar til að velta þessu fyrir sér og beina því áfram í jákvæðar áttir, og jafnvel sýna því mismunandi viðhorf, frekar en að kenna því einhvern einn ákveðinn Sannleika.