Mín skoðun á þessum málum er sú, að mér er alveg skítsama hverju þú trúir og hvað þú aðhyllist, enda trúfrelsi á okkar blessaða landi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á mig. Eins og mál standa í augnablikinu (og hafa staðið þónokkuð lengi) hefur kristin trú talsverð áhrif á mitt líf. Þjóðfáninn er krossmerki. Þjóðsöngurinn er kristilegur sálmur. Þjóðkirkjan er starfrækt fyrir peninga fólks sem hefur engann áhuga á því að vera í henni, en hefur ekki rænu á því að skrá sig úr henni....