Já, ef til vill. En finnst þér rangt að allavega reyna aðrar aðferðir áður en við förum útí eitthvað ómannúðlegt? Ég veit að glæpir þeirra eru ekki beint manngæskan uppmáluð, en það er mín fullvissa að allir geti bætt sig og orðið betri manneskjur. Ég trúi ekki á *vont* fólk.
Tja, dáleiðsla er viðurkennd lækningaaðferð. Pabbi minn er virtur geðlæknir og hann notar dáleiðslu óspart. Það er reyndar rétt hjá þér að það er ekki vita með vissu hvernig þetta virkar, en ég get sagt þér að þetta er ekkert í líkingu við þetta nýaldarkjaftæði.
Það er spurning. Held að það þyrfti talsverða vinnu og mjög færan dávald. Auk þess þyrfti að viðhalda þessu reglulega. Annars veit ég ekki hverjir möguleikarnir á því eru.
Já ég las hana, og ég tel mig nokkuð vissan um að ég hafi skilið þig. Þetta svar var til drengsins sem talaði um að trúleysingjar væru trúlausir í einhverju mótmælaskyni.
Ég veit ágætlega hversu lítið mál það er. Maður þarf að vera orðinn 16 ára til þess, ekki sjálfráða, ef ég man rétt. :) Ég er bara að spá í því hvort aðrir trúleysingjar séu innan hennar, og þá afhverju? Og hvort fólk sé í henni útaf hugsunarleysi.
Já, ég held að 20% sé frekar raunhæf tala. Manstu annars hvernig niðurstöður úr skoðanakönnunum hafa verið þegar spurt er að því hvort fólk hafi farið í kirkju um jólin ?
Ah, hjálpaðu mér að rifja það upp; hver eru aftur rökin fyrir því að gvuð sé til? Ég man ekki betur en þú hafir byrjað með skítkastið, allavega í okkar umræðu. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..