Ég skil ekki þetta með að rífast. Kærastan mín og ég erum alveg stundum ósammála um hlutina og höfum oft skemmtilega ólíkar skoðanir á þeim, en það er einmitt eitt af því sem mér finnst svo æðislegt við hana, og hvernig hún getur virkilega talað um þá og fært rök fyrir sínu máli. Það er alveg ástæðulaust að rífast, og þetta er ekki spurning um hvort þú sért þreytt/ur eða ekki, heldur er það bara ákvörðun að sleppa því að fara út í leiðindi og bara ræða málin frekar og komast að niðurstöðu....