Mér finnst samt tungumál ekki fara niður fyrir ákveðið mark í einföldun. Sá sem hefur lesið Laxness eða álíka vel skrifaða texta, eða ljóð frá einhverjum með gott vald yfir tungumálinu (Gyrðir Elíasson!) ætti að skilja hvað ég meina. Mismunandi möguleikar á að orða hlutina þýða ekki endilega það sama, eða gefa ekki endilega það sama til kynna, og því er ekki rétt að leggja þá að jöfnu. Hinsvegar sýnist mér alltof margir einfaldlega ekki sjá þennan mun, sérstaklega fólk á okkar aldri, og það...