Það er reyndar alveg rétt. Þú getur ekki afskráð þig úr þjóðkirkjunni fyrr en við 18 ára aldur. Fram að þeim tíma ertu undir umsjá foreldra þinna/ forráðamanna og á þeirra ábyrgð. En skírnarsáttmálanum sjálfum getur þú hafnað við fermingu. Nú þekki ég ekki lögin nógu vel en ég myndi halda að þú gætir skráð þig úr þjóðkirkjunni fyrir 18 ára aldur með skriflegu samþykki foreldra, ég er samt ekki nógu kunnugur lögunum til þess að geta fullyrt það. Kveðja, NightCrow