Ég á heima útí sveit og lendi því nokkuð oft að keyra á fugla og í hvert einasta skipti sem það gerist þá sný ég við og athuga hvort dýrið sé ekki alveg örugglega dautt. Lenti síðast í því að rjúpa lenti á framrúðunni hjá mér, ég snéri við og athugaði hvort hún væri dauð, en hún reyndist ennþá vera lifandi svo ég tók hana upp og sneri úr hana umsvifalaust úr hálsliðinum til þess að hún þyrfti ekki að þjást meira. Ég sá hana alveg koma en mér datt ekki í hug að stofna hvorki mér, farþegum...