6. BMW 530iA '89, bíll sem ég átti í tæpt ár, eyddi sóðalega miklu miðað við kraft, hann var með 3 lítra sex cyl vél sem var þokkalega sparneytin á langkeyrslu (um 10 lítrar á 100 km hraða) en þegar maður fór að keyra innanbæjar þá rauk þessi tala uppí 19-22 lítra á 100. En það var hverrar krónu virði því þetta var þvílíkt ljúfur bíll. 5. BMW 325i Cabriolet '89, þetta er bíllinn sem ég á í dag. Helvíti skemmtilegur bíll sem ég flutti inn frá þýskalandi í sumar. 170 hö sem virkar alveg...