Þetta er nokkuð góð hugmynd, því staðreyndin er einfaldlega sú að það eru alltaf einhverjir sem gera ekki þá hluti sem spurt er um í könnunum og með því að búa til sér svarmöguleika fyrir þá, er dregið úr líkunum á því að þeir séu að skekkja niðurstöðurnar með því að svara eitthvað út í bláinn. Mér finnst erfitt að skilja hvernig það getur verið verra fyrir þá sem eru að gera könnunina, að fá betri niðurstöður.